Erlent

Viðbúnaðarstig hækkað í Bremen

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur aukið viðbúnaðarstig á fjölförnum stöðum í borginni Bremen í norðvesturhluta landsins.
Lögregla hefur aukið viðbúnaðarstig á fjölförnum stöðum í borginni Bremen í norðvesturhluta landsins. Vísir/Getty
Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hækkað viðbúnaðarstig í borginni Bremen vegna ótilgreindrar ógnar sem er sögð stafa af íslömskum öfgamönnum í borginni.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að frá því í gær hafi lögregla fengið upplýsingar frá alríkislögreglu um mögulega árás öfgamanna.

Í frétt Reuters segir að lögregla hafi aukið viðbúnaðarstig á fjölförnum stöðum í borginni.

Fyrr í mánuðinum var hátíð í borginni Braunschweig aflýst með skömmum fyrirvara vegna hættu á mögulegri árás íslamskra öfgamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×