Erlent

Leiðtogi ISIS í Líbýu felldur í loftárás

Atli Ísleifsson skrifar
Tvær F-15 orrustuþotur Bandaríkjahers voru notaðar í árásinni.
Tvær F-15 orrustuþotur Bandaríkjahers voru notaðar í árásinni. Vísir/Getty
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að leiðtogi ISIS í Líbýu hafi líklega fallið í loftárás Bandaríkjahers í Derna í norðausturhluta Líbýu á föstudag.

Abu Nabil, einnig þekkur sem Wissam Najm Abd Zayd al-Zubaydi, hafði lengi starfað innan hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.

Peter Cook, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, segir árásina sýna fram á að Bandaríkjaher muni eltast við leiðtoga ISIS, sama hvar þeir starfa.

Í frétt BBC kemur fram að bandarískir embættismenn séu sannfærðir um að Nabil hafi fallið í árásinni.

Tvær F-15 orrustuþotur Bandaríkjahers voru notaðar í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×