Fótbolti

Ronaldo keypti íbúð í Trump Tower

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Cristiano Ronaldo hafi gengið frá kaupum á 2.500 fermetra íbúð í Trump Tower í New York. Fyrir hana hafi hann greitt litla 2,5 milljarða króna fyrir.

Nú velta menn fyrir sér ástæðum kaupanna. Vill hann bara eiga góða íbúð í New York eða er hann farinn að huga að flutningum til New York er samningur hans hjá Real Madrid rennur út?

Ronaldo er orðinn þrítugur og er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2018. Hann hefur áður verið orðaður við komu í MLS-deildina eftir þann tíma.

Hermt er að hann vilji þá helst flytja til Los Angeles en New Yor er orðinn heitur staður eftir að Frank Lampard, Andrea Pirlo og David Villa fóru þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×