Erlent

Skotárásum fjölgar mikið í Svíþjóð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Trollhattan í Svíþjóð þar sem vopnaður maður réðst inn í skóla og varð tveimur að bana.
Frá Trollhattan í Svíþjóð þar sem vopnaður maður réðst inn í skóla og varð tveimur að bana. vísir/epa
Ofbeldisverkum í Svíþjóð þar sem vopnum er beitt hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Frá árinu 2010 hafa fimm sinnum fleiri særst í skotárásum í Svíþjóð, en í öllum höfuðborgum hinna Norðurlandanna samanlagt.

Þetta kemur fram í nýrri fréttaskýringu frá fréttastofu sænska ríkisútvarpsins SVT. Ástandið virðist síst vera að skána og það sem af er þessu ári hafa ofbeldisbrot þar sem vopnum er beitt verið enn tíðari en áður.

 

Einna verst hefur ástandið verið í Malmö þar sem skot- og sprengjuárásir eru tíðar og fyrr á árinu létust tveir og átta særðust í skotárás á veitingastað í Gautaborg. Flest tilvikin má rekja til uppgjöra á milli glæpasamtaka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×