Erlent

Vill ekki vinna að innflytjendamálum með Obama

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Paul Ryan vill ekki vinna með Obama.
Paul Ryan vill ekki vinna með Obama. Nordicphotos/AFP
Paul Ryan, nýkjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd repúblikana, sagðist í gær ekki hafa áhuga á að vinna með Barack Obama forseta að breytingum á innflytjendastefnu ríkisins.

„Það væri fáránlegt að vinna að málaflokki sem þessum með forseta sem við getum ekki treyst. Hann reyndi að breyta kerfinu upp á eigin spýtur og gekk fram hjá löggjafarvaldinu,“ sagði Ryan við fjölmiðla í gær. Ryan vísar þar í aðgerðir forsetans í nóvember í fyrra er hann tilkynnti að stór hluti ólöglegra innflytjenda fengi að vera og starfa löglega í Bandaríkjunum.

Ryan var valinn þingforseti í síðustu viku í kjölfar afsagnar Johns Boehner sem var bolað burt af íhaldssamasta væng þingflokks repúblikana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×