Erlent

Þúsundir hafa flúið undan Patricia: Óttast aurskriður og flóð

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Víða var slökkt á rafmagni til að fyrirbyggja stórslys.
Víða var slökkt á rafmagni til að fyrirbyggja stórslys. Vísir/EPA
Fellibylurinn Patricia náði landi í vestur Mexíkó í nótt og hefur varað í rúmar sjö klukkustundir. 

Yfirvöld í Mexíkó rýmdu stór svæði og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín á vesturströnd landsins. Enn sem komið er hefur fellibylurinn þó ekki ollið jafn mikilli eyðileggingu og óttast var.

Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, hefur þó varað við því að enn gæti stafað hætta af flóðum og aurskriðum vegna mikilla rigninga sem fylgdi fellibylnum. 

Víða var slökkt á rafmagni til að fyrirbyggja stórslys en mikil rigning fylgdi fellibylnum.

Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst í norðausturhluta Kyrrahafsins og Atlantshafinu samkvæmt Alþjóða veðurstofunni VMO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×