Erlent

Tveir menn handteknir grunaðir um sölu á ólöglegum flugeldum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Talið er að mennirnir hafi verið að skjóta upp ólöglegum flugeldum.
Talið er að mennirnir hafi verið að skjóta upp ólöglegum flugeldum. mynd/google/DR
Danska lögreglan hefur handtekið tvo menn á Norður Jótlandi en þeir eru grunaðir um aðild að skelfilegum flugeldaslysum í Danmörku á gamlárskvöld þar sem alls þrír menn létu lífið.

Talið er að mennirnir hafi verið að skjóta upp ólöglegum flugeldum. Mennirnir sem voru handteknir eru grunaðir um að hafa selt ólöglega flugelda.

Gölluð sprengjuterta sprakk framan í mann á fertugsaldri með þeim afleiðingum að hann lést. Atvikið átti sér stað í bænum Assens. Þá létust tveir menn á þrítugsaldri þegar samskonar terta sprakk í bænum Skjellerup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×