Erlent

Þrír myrtir í áramótasamkvæmi í Frakklandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maður, vopnaður haglabyssu hóf skothríð í áramótasamkvæmi.
Maður, vopnaður haglabyssu hóf skothríð í áramótasamkvæmi. vísir/AFP
Um ein milljón manns fagnaði áramótunum á Times Square í New York í nótt.

Öryggisgæslan var mikil á torginu eins og venjulega.

Allt fór þó friðsamlega fram. Nístingskuldi var í New York í gær og frostið um átta gráður á miðnætti. Áramótin voru ekki eins gleðileg í Sjanghæ í Kína þar sem að minnsta kosti 36 er látnir eftir að hafa troðist undir í ný ársafagnaði í borginni.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að tvö alvarleg flugeldaslys hafi orðið á Norðu Jótlandi í nótt í með þeim afleiðingum að tveir karlmenn létust. Talið er að mennirnir hafi verið að skjóta upp ólöglegum flugeldum.

Þrír voru myrtir í smábænum St. Catherine í Frakklandi í nótt. Maður, vopnaður haglabyssu hóf skothríð í áramótasamkvæmi með áðurnefndum afleiðingum.

Talið er að fyrrverandi kærasta mannsins sé á meðal hinna látnu. Maðurinn flúði af vettvangi en framdi sjálfsvíg áður en lögreglan hafði hendur í hári hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×