Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Jón Hákon Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira