Rembihnútur kjaraviðræðna herðist Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. ágúst 2015 09:00 Áhrif úrskurðar gerðardóms í kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við samninganefnd ríkisins gæti haft víðtæk áhrif. vísír/andri marínó Ólíkur skilningur er lagður í áhrif úrskurðar gerðardóms um kjör 18 stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga eftir því hvorum megin samningaborðsins fólk situr. Fram kom í gær, á samningafundi BSRB-félaganna þriggja sem eiga í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið, SRF, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna, að samninganefnd ríkisins er ekki þeirrar skoðunar að úrskurður gerðardóms hafi fordæmisgildi fyrir þá samninga sem eftir á að gera.Árni Stefán JónssonStéttarfélagamegin er litið öðru vísi á. Er þá sama hvort horft er til þeirra félaga sem eftir eiga að semja, eða höfnuðu þeim kjarasamningum sem gerðir voru á almennum markaði í sumar. Þá hafa forsvarsmenn VR og SFR bent á að líkur séu á að úrskurður gerðardóms setji verulegan þrýsting á þau rauðu strik sem sett hafi verið í kjarasamninga á almennum markaði. Í þeim er meðal annars ákvæði um að samningarnir séu lausir ef önnur stéttarfélög ná fram betri kjörum með sínum samningum. Líkur séu á að gerðardómur hafi fært BHM og hjúkrunarfræðingum meiri kjarabætur en aðrir hafi samið um. „Það er ansi ströng samningalota fram undan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, í pistli á vef stéttarfélagsins. Farið hafi verið með formlegum hætti fram á áætlun um viðræður vegna sérkjarasamninga, sem vonandi líti ljós á allra næstu dögum. Þótt bróðurpartur stéttarfélaga iðnaðarmanna hafi samþykkt samningana, þá höfnuðu VM, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði samningi. Um leið segir Guðmundur á vef VM að úrskurður gerðardóms hljóti að vera nýjasta viðmiðið fyrir VM og aðra hópa sem enn séu með lausa samninga. Þar sé um að ræða eingreiðslu, afturvirkni samninga og hækkanir á bilinu 22 til 32 prósent. Á sama tíma sé félagsmönnum VM gert að taka við almennum hækkunum sem séu á bilinu 14,4 til 18,8 prósent á samningstímanum, sem sé til ársins 2019. „Hvaða sátt eða samkomulag var gert á vinnumarkaðnum um að félagsmenn VM eigi að sleikja botninn og dragast aftur úr í launum? Ekki kannast ég við þá sátt,“ segir hann. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, segir að fundur samninganefndar félaganna þriggja með samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara í gærmorgun hafi verið sá fyrsti frá því að gerðardómur kvað upp úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þessi fundur fjallaði svolítið um þá nýju stöðu sem upp er komin eftir þann dóm og við fórum svo sameiginlega yfir hana.“ Samninganefnd SFR, SLFÍ og LL hafi viljað halda sig við að reyna að vinna út frá þeim ramma sem í úrskurði gerðardóms hafi komið fram hvað varði stærðir og upphæðir. „Samninganefnd ríkisins vildi halda sig við að dómurinn væri í sjálfu sér ekki fordæmisgefandi,“ segir hann. Árni Stefán segir að samningafundurinn í gærmorgun hafi þó verið á jákvæðum nótum og lausnamiðuðum. „Það var ákveðið að við myndum leggja fram eftir viku kröfur okkar um launabreytingar.“ Það hafi ekki verið gert fyrr vegna þess að beðið hafi verið niðurstaðna annars staðar, svo sem hjá gerðardómi. Félögin þrjú hófu aftur viðræður við ríkið 10. ágúst eftir hlé frá því í júlíbyrjun, en samkvæmt samkomulagi viðsemjenda verður samningur afturvirkur, verði honum komið á fyrir lok næsta mánaðar. „En annars er það samningsatriði,“ segir Árni, en í úrskurði gerðardóms er ákvæði um afturvirkni kjarabóta félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga frá því að samningar þeirra voru lausir í apríllok á þessu ári. „Gerðardómurinn tekur mjög afgerandi afstöðu til þess að samningurinn verði afturvirkur og færir mjög góð rök fyrir því,“ segir Árni. Við samningaborðið nú er áfram vísað til þess af hálfu launagreiðenda að nýir samningar megi ekki vera þannig úr garði gerðir að aðrir samningar sem búið sé að gera á almennum markaði verði lausir. „Vandamálið er hins vegar það að ég hef nú ekki hingað til hitt neina tvo aðila sem eru sammála um hvað þessi samningur á almenna markaðnum segir. Gerðardómurinn segir hins vegar klárlega að dómurinn eigi ekki að gefa tilefni til að forsendur ákvæða samninga á hinum almenna markaði virkist, það er að segja að gerðardómurinn fari ekki mikið út fyrir mörk þeirra samninga sem gerðir hafi verið hingað til.“ Þarna sé hins vegar ágreiningsefni þar sem afstaða manna litist af því hvernig á hlutina er litið. „Er verið að tala um kostnaðarmat samningsins? Eða er verið að tala um launahækkanir einstaklinga? Því þær eru mjög mismunandi, bæði í þessum dómi og á almenna markaðnum.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ólíkur skilningur er lagður í áhrif úrskurðar gerðardóms um kjör 18 stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga eftir því hvorum megin samningaborðsins fólk situr. Fram kom í gær, á samningafundi BSRB-félaganna þriggja sem eiga í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið, SRF, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna, að samninganefnd ríkisins er ekki þeirrar skoðunar að úrskurður gerðardóms hafi fordæmisgildi fyrir þá samninga sem eftir á að gera.Árni Stefán JónssonStéttarfélagamegin er litið öðru vísi á. Er þá sama hvort horft er til þeirra félaga sem eftir eiga að semja, eða höfnuðu þeim kjarasamningum sem gerðir voru á almennum markaði í sumar. Þá hafa forsvarsmenn VR og SFR bent á að líkur séu á að úrskurður gerðardóms setji verulegan þrýsting á þau rauðu strik sem sett hafi verið í kjarasamninga á almennum markaði. Í þeim er meðal annars ákvæði um að samningarnir séu lausir ef önnur stéttarfélög ná fram betri kjörum með sínum samningum. Líkur séu á að gerðardómur hafi fært BHM og hjúkrunarfræðingum meiri kjarabætur en aðrir hafi samið um. „Það er ansi ströng samningalota fram undan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, í pistli á vef stéttarfélagsins. Farið hafi verið með formlegum hætti fram á áætlun um viðræður vegna sérkjarasamninga, sem vonandi líti ljós á allra næstu dögum. Þótt bróðurpartur stéttarfélaga iðnaðarmanna hafi samþykkt samningana, þá höfnuðu VM, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði samningi. Um leið segir Guðmundur á vef VM að úrskurður gerðardóms hljóti að vera nýjasta viðmiðið fyrir VM og aðra hópa sem enn séu með lausa samninga. Þar sé um að ræða eingreiðslu, afturvirkni samninga og hækkanir á bilinu 22 til 32 prósent. Á sama tíma sé félagsmönnum VM gert að taka við almennum hækkunum sem séu á bilinu 14,4 til 18,8 prósent á samningstímanum, sem sé til ársins 2019. „Hvaða sátt eða samkomulag var gert á vinnumarkaðnum um að félagsmenn VM eigi að sleikja botninn og dragast aftur úr í launum? Ekki kannast ég við þá sátt,“ segir hann. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, segir að fundur samninganefndar félaganna þriggja með samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara í gærmorgun hafi verið sá fyrsti frá því að gerðardómur kvað upp úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þessi fundur fjallaði svolítið um þá nýju stöðu sem upp er komin eftir þann dóm og við fórum svo sameiginlega yfir hana.“ Samninganefnd SFR, SLFÍ og LL hafi viljað halda sig við að reyna að vinna út frá þeim ramma sem í úrskurði gerðardóms hafi komið fram hvað varði stærðir og upphæðir. „Samninganefnd ríkisins vildi halda sig við að dómurinn væri í sjálfu sér ekki fordæmisgefandi,“ segir hann. Árni Stefán segir að samningafundurinn í gærmorgun hafi þó verið á jákvæðum nótum og lausnamiðuðum. „Það var ákveðið að við myndum leggja fram eftir viku kröfur okkar um launabreytingar.“ Það hafi ekki verið gert fyrr vegna þess að beðið hafi verið niðurstaðna annars staðar, svo sem hjá gerðardómi. Félögin þrjú hófu aftur viðræður við ríkið 10. ágúst eftir hlé frá því í júlíbyrjun, en samkvæmt samkomulagi viðsemjenda verður samningur afturvirkur, verði honum komið á fyrir lok næsta mánaðar. „En annars er það samningsatriði,“ segir Árni, en í úrskurði gerðardóms er ákvæði um afturvirkni kjarabóta félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga frá því að samningar þeirra voru lausir í apríllok á þessu ári. „Gerðardómurinn tekur mjög afgerandi afstöðu til þess að samningurinn verði afturvirkur og færir mjög góð rök fyrir því,“ segir Árni. Við samningaborðið nú er áfram vísað til þess af hálfu launagreiðenda að nýir samningar megi ekki vera þannig úr garði gerðir að aðrir samningar sem búið sé að gera á almennum markaði verði lausir. „Vandamálið er hins vegar það að ég hef nú ekki hingað til hitt neina tvo aðila sem eru sammála um hvað þessi samningur á almenna markaðnum segir. Gerðardómurinn segir hins vegar klárlega að dómurinn eigi ekki að gefa tilefni til að forsendur ákvæða samninga á hinum almenna markaði virkist, það er að segja að gerðardómurinn fari ekki mikið út fyrir mörk þeirra samninga sem gerðir hafi verið hingað til.“ Þarna sé hins vegar ágreiningsefni þar sem afstaða manna litist af því hvernig á hlutina er litið. „Er verið að tala um kostnaðarmat samningsins? Eða er verið að tala um launahækkanir einstaklinga? Því þær eru mjög mismunandi, bæði í þessum dómi og á almenna markaðnum.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira