Erlent

Sögulegar kosningar í Myanmar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fyrstu þingkosningarnar þar í Myanmar í aldarfjórðung.
Fyrstu þingkosningarnar þar í Myanmar í aldarfjórðung. vísir/epa
Sögulegar þingkosningar fara fram í Myanmar í dag en þetta eru fyrstu þingkosningarnar þar í landi í aldarfjórðung. Búist er við því að Lýðræðisflokkur Aung San Sú Kí vinni sigur í kosningunum en kjörstaðir voru opnaðir í morgun.

Herinn tók öll völd í landinu árið 1990 þegar síðustu kosningar voru haldnar en þá vannn flokkur San Sú Kí einnig sigur. Hún sat í stofufangelsi tæpa tvo áratugi og var sleppt árið 2010.

Árið 1991 hlaut hún friðarverðlaun Nóbels. Um þrjátíu milljónir manna eru á kjörskrá en búist er við því að niðurstöður kosninganna liggi fyrir á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×