„Þetta er bókin sem ekki varð. Úrval mynda sem ekki fengu að vera með í bókinni Reykjavík sem ekki varð en fá nú sitt tækifæri á HönnunarMars,“ útskýrir Anna Dröfn þegar forvitnast er um sýninguna í Crymogeu sem opnuð er í dag.
Hún tekur fram að Guðni Valberg, eiginmaður hennar, sé arkitekt að sýningunni en þau hafi skrifað bókina saman.
Þriðja prentun af bókinni var að koma út en hún seldist upp fyrir jól. Anna Dröfn er ánægð með viðtökurnar.
„Okkur finnst þetta afar skemmtilegt efni og höfum ekki náð að slíta okkur frá því ennþá.“

Svo eru þar líka myndir af borginni eins og hún er, sem módelin hafa verið sett inn í. Þá getur fólk séð muninn á því hvernig borgin hefði mögulega getað orðið og því hvernig útkoman varð.
Eða eins og Anna Dröfn segir:
„Við setjum skissurnar í samhengi við borgina eins og við þekkjum hana.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 sýndu beint frá opnun sýningarinnar í húsnæði Crymogeu við Barónstíg. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.