Sport

Líklega keppt í Baku á næstu ári í Formúlu 1

vísir/getty
Stjórn Formúlu 1 keppnisraðarinnar hefur gefið út bráðabirgðaráætlun fyrir heimsmeistarakeppnina á næst ári. Þar er stefnt að því að keppa í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, í júlí.

Tímabilið á næstu ári fer seinna af stað en venjulega. Fyrsta mót ársins fer fram í Ástralíu 3. apríl en síðasti kappakstur næsta tímabils er áætlaður í Abu Dhabi 27. nóvember.

Áætlunin lítur svona út fyrir næsta tímabil:

3. apríl - Ástralía

10. apríl - Kína

24. apríl - Barein

1. maí - Rússland

15. maí - Spánn

29. maí - Mónakó

12. júní - Kanada

26. júní - Bretland

3. júlí - Austurríki

17. júlí - Aserbaídsjan

31. júlí - Þýskaland

7. áugúst - Ungverjaland

28. áugúst - Belgía

4. september - Ítalía

18. september - Singapúr

25. september - Malasía

9. október - Japan

23. október - Bandaríkin

30. október - Mexíkó

13. nóvember - Brasilía

27. nóvember - Sameinuðu arabísku

furstadæmin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×