Að snæða svikinn héra í svefnherbergi með ókunnugum Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Á dögunum var frumsýnd heimildarmyndin Halli sigurvegari, sem fjallar m.a. um ríkjandi viðhorf til mannréttindamála fatlaðs fólks á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlaðs fólks sé ekki lokið þá hefur sem betur fer orðið þar bylting í viðhorfum og engum sem dettur í hug lengur að verja opinberlega hugmyndir sem ganga út á það að svipta fatlað fólk grundvallarréttindum sínum. Staðan í málefnum aldraðs fólks á Íslandi í dag er aftur á móti um margt svipuð og hún var í málefnum fatlaðs fólks þegar Halli var barn fyrir rúmlega hálfri öld. Orsökin er ekki skortur á peningum heldur úrelt viðhorf. Viðhorf sem hafa legið eins og mara yfir málaflokknum og valdið áratuga stöðnun í málefnum eldra fólks.Hugmyndafræði síðustu aldar Flest upphafleg hjúkrunarheimili á Íslandi eru frá miðri síðustu öld. Skipulag þeirra einkenndist af menningu sjúkrahúsa þar sem íbúar (á þeim tíma kallaðir vistmenn) þurftu að aðlaga sig siðum, venjum og skipulagi stofnananna. Í flestum þessara stofnana var öldruðu fólki gert að deila svefnherbergi og öðrum vistarverum með ókunnugum og þar með svipt öllum rétti til einkalífs. Þessar stofnanir eru löngu orðin börn síns tíma og hafa þær verið aflagðar fyrir löngu í öllum nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að árið 2010 hafi verið ráðist í sérstakt átak hér á landi sem miðaði að því að leggja af þessar gömlu stofnanir eru nokkrar þeirra enn í rekstri.Að missa stöðu sína sem einstaklingur Líkt og áður viðgekkst í málefnum fatlaðs fólks tíðkast það enn hér á landi að svipta fólk sem flytur á hjúkrunarheimili rétti til að stýra daglegum málefnum sínum. Þetta er sem betur fer ekki algilt og alls ekki formlega viðurkennt en er engu að síður staðreynd. Það er staðreynd að víða er fólk svipt rétti til að ákvarða um jafn sjálfsagðar og persónulegar athafnir eins og að ákveða hvenær það fer í bað, hvenær það vaknar á morgnana, hvenær það snæðir morgunmat og hvað það borðar. Sums staðar er líka enn talað um vistmenn en ekki íbúa. Og þetta skiptir máli. Þessi orð og þessi hugtök gefa tón sem síðan endurspeglast í öllu sem viðkemur málefnum þessa aldurshóps. Sá sem er vistaður einhvers staðar missir sjálfkrafa stöðu sína sem sjálfstæður einstaklingur.One size fits all Það þarf ekki að koma neinum á óvart að kannanir á meðal eldra fólks sýna að nær allir vilji búa heima hjá sér eins lengi og þeir mögulega geta. M.ö.o. það dreymir engan um að flytja á hjúkrunarheimili. En hvort fólk getur búið heima ræðst oft m.a. af þeirri þjónustu sem stendur til boða og veitt er heim. Heimsendur matur er hluti af þeirri þjónustu. Nýlega sagði Fréttablaðið frá slæmri reynslu íbúa í Hafnarfirði sem fékk vægast sagt ólystugan heimsendan mat. Bæjaryfirvöld kröfðust tafarlausra úrbóta af hálfu þjónustuaðilans. Það kom hins vegar ekki fram í fréttaflutningi af málinu að sá sem þarf að treysta á þessa þjónustu er um leið sviptur öllum sjálfstæðum rétti til að hafa skoðun á því hvað hann eða hún lætur ofan í sig. Ef það er svikinn héri í matinn þá er svikinn héri í matinn, alveg sama hvað viðkomandi finnst um það. Sá sem er háður slíkri þjónustu hefur ekki lengur frelsi til að vera með einhverjar „tiktúrur“ í matarmálum. Í heimsendum mat gildir sú gullna regla fjöldaframleiðslunnar; One size fits all.Fjárhagsvandinn er bara birtingarmynd Í dag erum við föst í umræðu um fjármál og átök milli rekstraraðila og ríkis en það fer minna fyrir umræðu um þann undirliggjandi vanda sem við er að glíma. Sá vandi er viðhorfsvandi og fjárskorturinn er ein birtingarmynda hans. Sú bylting sem orðið hefur í málefnum fatlaðs fólks hér á landi var hvorki þögul né sjálfkrafa. Ef ætlunin er að koma málefnum aldraðs fólks inn í nútímann þá þarf að byrja á grunninum, viðurkenna stöðuna eins og hún er og leggja upp í ferðalagið á grundvelli þess að mannréttindi séu algild og óháð aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var frumsýnd heimildarmyndin Halli sigurvegari, sem fjallar m.a. um ríkjandi viðhorf til mannréttindamála fatlaðs fólks á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlaðs fólks sé ekki lokið þá hefur sem betur fer orðið þar bylting í viðhorfum og engum sem dettur í hug lengur að verja opinberlega hugmyndir sem ganga út á það að svipta fatlað fólk grundvallarréttindum sínum. Staðan í málefnum aldraðs fólks á Íslandi í dag er aftur á móti um margt svipuð og hún var í málefnum fatlaðs fólks þegar Halli var barn fyrir rúmlega hálfri öld. Orsökin er ekki skortur á peningum heldur úrelt viðhorf. Viðhorf sem hafa legið eins og mara yfir málaflokknum og valdið áratuga stöðnun í málefnum eldra fólks.Hugmyndafræði síðustu aldar Flest upphafleg hjúkrunarheimili á Íslandi eru frá miðri síðustu öld. Skipulag þeirra einkenndist af menningu sjúkrahúsa þar sem íbúar (á þeim tíma kallaðir vistmenn) þurftu að aðlaga sig siðum, venjum og skipulagi stofnananna. Í flestum þessara stofnana var öldruðu fólki gert að deila svefnherbergi og öðrum vistarverum með ókunnugum og þar með svipt öllum rétti til einkalífs. Þessar stofnanir eru löngu orðin börn síns tíma og hafa þær verið aflagðar fyrir löngu í öllum nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að árið 2010 hafi verið ráðist í sérstakt átak hér á landi sem miðaði að því að leggja af þessar gömlu stofnanir eru nokkrar þeirra enn í rekstri.Að missa stöðu sína sem einstaklingur Líkt og áður viðgekkst í málefnum fatlaðs fólks tíðkast það enn hér á landi að svipta fólk sem flytur á hjúkrunarheimili rétti til að stýra daglegum málefnum sínum. Þetta er sem betur fer ekki algilt og alls ekki formlega viðurkennt en er engu að síður staðreynd. Það er staðreynd að víða er fólk svipt rétti til að ákvarða um jafn sjálfsagðar og persónulegar athafnir eins og að ákveða hvenær það fer í bað, hvenær það vaknar á morgnana, hvenær það snæðir morgunmat og hvað það borðar. Sums staðar er líka enn talað um vistmenn en ekki íbúa. Og þetta skiptir máli. Þessi orð og þessi hugtök gefa tón sem síðan endurspeglast í öllu sem viðkemur málefnum þessa aldurshóps. Sá sem er vistaður einhvers staðar missir sjálfkrafa stöðu sína sem sjálfstæður einstaklingur.One size fits all Það þarf ekki að koma neinum á óvart að kannanir á meðal eldra fólks sýna að nær allir vilji búa heima hjá sér eins lengi og þeir mögulega geta. M.ö.o. það dreymir engan um að flytja á hjúkrunarheimili. En hvort fólk getur búið heima ræðst oft m.a. af þeirri þjónustu sem stendur til boða og veitt er heim. Heimsendur matur er hluti af þeirri þjónustu. Nýlega sagði Fréttablaðið frá slæmri reynslu íbúa í Hafnarfirði sem fékk vægast sagt ólystugan heimsendan mat. Bæjaryfirvöld kröfðust tafarlausra úrbóta af hálfu þjónustuaðilans. Það kom hins vegar ekki fram í fréttaflutningi af málinu að sá sem þarf að treysta á þessa þjónustu er um leið sviptur öllum sjálfstæðum rétti til að hafa skoðun á því hvað hann eða hún lætur ofan í sig. Ef það er svikinn héri í matinn þá er svikinn héri í matinn, alveg sama hvað viðkomandi finnst um það. Sá sem er háður slíkri þjónustu hefur ekki lengur frelsi til að vera með einhverjar „tiktúrur“ í matarmálum. Í heimsendum mat gildir sú gullna regla fjöldaframleiðslunnar; One size fits all.Fjárhagsvandinn er bara birtingarmynd Í dag erum við föst í umræðu um fjármál og átök milli rekstraraðila og ríkis en það fer minna fyrir umræðu um þann undirliggjandi vanda sem við er að glíma. Sá vandi er viðhorfsvandi og fjárskorturinn er ein birtingarmynda hans. Sú bylting sem orðið hefur í málefnum fatlaðs fólks hér á landi var hvorki þögul né sjálfkrafa. Ef ætlunin er að koma málefnum aldraðs fólks inn í nútímann þá þarf að byrja á grunninum, viðurkenna stöðuna eins og hún er og leggja upp í ferðalagið á grundvelli þess að mannréttindi séu algild og óháð aldri.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar