Erlent

ESB rannsakar hvort pólsk lög stangist á við Evrópureglur

Atli Ísleifsson skrifar
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst hleypa af stokkunum sérstakri rannsókn á hvort nýleg pólsk lög stangist á við reglur sambandsins um lýðræði. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið ræðst í slíka rannsókn.

Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, greindi frá því að sérstök forathugun fari fram í samræmi við reglur sambandsins.

Sjá einnig:Eiríkur Bergmann: "Pólland færist þá nær því að verða lýðræðislíki fremur en eiginlegt lýðræðisríki“



Ný ríkisstjórn Póllands hefur sætt mikilli gagnrýni frá því að hún tók við völdum um miðjan nóvember. Ríkisstjórnin hefur meðal annars afturkallað skipanir fyrri ríkisstjórnar í stjórnlagadómstól landsins, sett ný fjölmiðlalög og tekið fjölda umdeildra ákvarðana á fyrstu vikum valdatíðar sinnar.

BBC greinir frá því að framkvæmdastjórnin geti neytt aðildarríki til að gera breytingar á hverri þeirri löggjöf sem talin sé „kerfisbundin ógn“ við grundvallargildi sambandsins.


Tengdar fréttir

Kaczynski fetar í fótspor Orbans

Ný stjórn íhaldsmanna í Póllandi lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að grafa undan stjórnlagadómstól landsins og herða tökin á ríkisfjölmiðlum. Stjórnin í Ungverjalandi fór svipaða leið fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×