Erlent

Stefnuræða Bandaríkjaforseta: Obama varði stefnu sína með kjafti og klóm

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti síðustu stefnuræðu sína í sal fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti síðustu stefnuræðu sína í sal fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti varði arfleifð sína með kjafti og klóm í stefnuræðu sinni fyrir bandaríska þinginu sem hann flutti í nótt, þeirri síðustu sem hann flytur, en hann lætur af embætti í upphafi næsta árs.

Forsetinn eyddi miklu púðri í að gagnrýna þann neikvæða tón sem væri í frambjóðendum til næstu forsetakosninga og sagði að Bandaríkin væru sterkasta efnahagskerfi jarðar. „Í þessu síðasta ávarpi mínu í þessum sal vil ég ekki einungis ræða um næsta ár. Ég vil einblína á næstu fimm ár, tíu ár og lengra. Ég vil einblína á framtíð okkar,“ sagði Obama.

Í frétt BBC segir að forsetinn hafi farið yfir helstu mál sem hann hafi  komið til leiðar, meðal annars breytingar á heilbrigðiskerfinu en greindi einnig frá því sem hann sæi eftir á ferlinum. Þar sagði hann hæst bera þá staðreynd að samskipti Demókrata og Repúblikana væru sífellt að verða verri og verri.

Hann gagnrýndi einnig að öfgafyllstu skoðanirnar fengju sífellt meira vægi í umræðunni og sagði það slæma þróun fyrir samfélagið.

Forsetinn lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við ójafnrétti, að nýta tæknina til að bregðast við loftslagsbreytingum og nauðsn þess að viðhalda þjóðaröryggi án þess að dragast inn í alþjóðlegar deilur.

Upphafsorð Obama. Obama segir að allir þeir sem segi að efnahagur Bandaríkjanna sé á niðurleið sé að ljúga. Forsetinn segir að kerfið eigi ekki að vera hannað fyrir þá auðugustu. „Látum Bandaríkin verða landið sem læknar krabbamein.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×