Erlent

Bandaríkin samþykkja 4,3 billjóna samning um hernaðaraðstoð til Ísraels

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Barack Obama bandaríkjaforseti og Benamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels
Barack Obama bandaríkjaforseti og Benamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels Vísir/Getty
Bandaríkin hafa samþykkt að veita Ísrael hernaðaraðstoð næstu tíu árin fyrir 38 milljarða bandaríkjadala. Um er að ræða stærsta samning af þessu tagi í sögu Bandaríkjana en upphæðin nemur 4,3 billjónum íslenskra króna. Viðræður hafa staðið yfir í tíu mánuði og er áætlað samningurinn verði undirritaður á morgun.

Samningurinn kemur í stað 10 ára áætlunar sem er áætlað að renni út árið 2018. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir þetta stærsta samning um tvíhliða hernaðarlega aðstoð í sögu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Samningurinn felur í sér að Ísrael muni kaupa öll sín hergögn í gegnum BAndaríkin. Auk þess má Ísrael ekki sækja um aukna fjármuni frá bandaríska þinginu. Meðal annars mun Ísrael fá 500 milljónir bandaríjkadala á ári, eða um 57,5 milljarða íslenskra króna, til að verja í flugskeytavarnaráætlun.

Talið er að með þessu sé Barack Obama bandaríkjaforseti að reyna að sýna stuðning sinn við Ísrael, en áður hafði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, gefið í skyn að hann myndi bíða eftir eftirmanni Obama í von um betri samning.

Samskipti milli Obama og Netanyahu hafa verið stirð síðan í mars árið 2015, þegar sá síðarnefndi hélt tölu á bandaríska þinginu til að tala gegn samningi við Íran sem Obama var þá að reyna að fá samþykktan.

Þá er talið að Obama og Netanyahu muni funda í New York í næstu viku á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×