Erlent

Lofa fundarlaunum fyrir mótmælendur

Lögregluyfirvöld í Kína lýstu í dag eftir fimm mönnum sem taldir eru hafa staðið fyrir miklum mótmælum í bænum Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu landinu. Hverjum þeim sem geta veitt upplýsingar um hvar mennina eru að finna hefur verið heitið 100 þúsund kínverskum yuan, eða um 1,7 milljónum króna í fundarlaun. BBC greinir frá.

Óeirðirnar brutust út á fimmtudag eftir að talsmaður þorpsbúa, Lin Zuluan, var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna spillingar, en hann er sagður hafa þegið mútur í starfi sínu.

Mótmælendur eru sagðir hafa kastað grjóti og öðru lauslegu á lögreglu – sem svaraði fyrir sig með táragasi og gúmmíkúlum.

Alls hafa þrettán meintir skipuleggjendur mótmælanna verið handteknir og þá var lýst eftir fimm til viðbótar í kínverskum fjölmiðlum í dag. Kínverska lögreglan segir að þeir sem taldir eru tengjast mótmælunum á einhvern hátt gætu átt yfir höfði sér refsingu .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×