Erlent

Banaslys á heimsins stærsta skemmtiferðaskipi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn meðlimur áhafnar Harmony of the Seas, stærsta skemmtiferðaskipi heims, lést í miðri öryggisæfingu.
Einn meðlimur áhafnar Harmony of the Seas, stærsta skemmtiferðaskipi heims, lést í miðri öryggisæfingu. Vísir/Getty
Einn meðlimur áhafnar Harmony of the Seas, stærsta skemmtiferðaskipi heims, lést og fjórir slösuðust þegar björgunarbátur féll úr mikilli hæð í sjóinn í höfninni í Marseille í Frakklandi.

Atvikið átti sér stað í miðri öryggisæfingu en um borð í björgunarbátnum voru fimm áhafnarmeðlimir. Svo virðist sem að festingar bátsins hafi losnað og við það féll báturinn um tíu metra niður í sjóinn. Tveir af þeim sem slösuðust eru lífshættulega slasaðir.

Um borð í skipinu er pláss fyrir átta þúsund farþega með áhöfn en skipið er 364 metra langt og um 25 hæða hátt. Skipið er glænýtt en jómfrúarferð skipsins var farin í maí á þessu ári.

Skipið þykir afar glæsilegt en þar má finna alls tuttugu veitingastaði, 23 sundlaugar auk spilavítis svo dæmi séu tekin en í myndbandinu hér að neðan má sjá svipmyndir frá skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×