Erlent

Barn kafnaði undir grjónapúða

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimmtán mínútur liðu þar til starfsmenn dagvistarnnar uppgötvuðu að drengurinn væri týndur.
Fimmtán mínútur liðu þar til starfsmenn dagvistarnnar uppgötvuðu að drengurinn væri týndur. Vísir/Getty
Tveggja ára gamall drengur kafnaði undir grjónapúða á dagvist í Bandaríkjunum í síðustu viku. Drengurinn hafði skriðið undir grjónapúða til að fela sig og kafnaði hann þegar starfsmaður dagvistarinnar settist á púðann og las sögu fyrir hin börnin.

Drengurinn hafði verið fastur undir púðanum í fimmtán mínútur þegar starfsmenn dagvistarinnar uppgötvuðu að hann væri týndur. Þegar hann fannst var hann meðvitundarlaus og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Móðir drengsins segist ekki átta sig á því hvernig það sé hægt að sitja á drengnum án þess að finna fyrir honum né heyra í honum. Hún íhugar að lögsækja dagvistina.

Lögreglan rannsakar nú málið en starfsmaðurinn sem sat á grjónapúðanum hefur ekki verið ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×