Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 13:44 Andrei Lugovoi situr nú á rússneska þinginu en er grunaður um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“ Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00