Handbolti

Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu.
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Króatíu. Vísir/Valli
Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara.

Íslenska liðið skoraði 92 mörk úr 164 sóknum og nýtti því 56 prósent sókna sinna í leikjunum þremur á móti Noregi, Hvíta Rússlandi og Króatíu.

Það voru því bara þrjár þjóðir sem voru með betri sóknarnýtingu á mótinu og tvö þeirra unnu Ísland í B-riðlinum eða Króatíu og Noregur. Þriðja liðið eru síðan lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku.

Íslenska liðið lækkaði ekki mikið við að nýta aðeins 47 prósent sókna sinna í Króatíuleiknum því liðið nýtti yfir 60 prósent sókna sinna á móti bæði Hvít Rússum og Norðmönnum.

Pólland og Spánn unnu sína riðla en bæði lið voru með verri sóknarnýtingu en íslenska landsliðið í riðlakeppninni.

Króatar voru eina liðið sem skoraði fleiri mörk en Ísland en íslenska liðið fékk á sig flest mörk í riðlakeppninni.

Mótherjar íslenska liðsins nýttu 62 prósent sókna sína í Íslandsleikjunum og þar liggur aðalástæða þess að íslensku strákarnir eru á heimleið frá Póllandi.

Besta sóknarnýtingin í riðlakeppni EM 2016:

1. Króatía 60% (158/95)

2. Danmörk 59% (154/91) - vann sinn riðil

3. Noregur 58% (151/88) - vann sinn riðil

4. Ísland 56% (164/92) - úr leik

5. Frakkland 54% (167/91)

6. Hvíta Rússland 54% (162/87)

7. Pólland 53% (158/84) - vann sinn riðil

8. Spánn 53% (151/80) - vann sinn riðil

9. Þýskaland 53% (154/81)

10. Ungverjaland 52% (155/80)

11. Serbía 51% (158/81) - úr leik

12. Rússland 50% (159/80)

13. Svartfjallaland 49% (154/76) - úr leik

14. Makedónía 49% (149/73)

15. Svíþjóð 49% (145/71)

16. Slóvenía 46% (144/66) - úr leik


Tengdar fréttir

Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma

Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×