Erlent

Þingfararkaup hækki en eftirlaun lækki

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nefnd á vegum danskra stjórnvalda leggur til að laun ráðherra og þingmanna hækki um 15 prósent en að eftirlaun lækki.

Árslaun danska þingmanna eru nú um 12,5 milljónir íslenskra króna en ráðherra um 22,2 til 27,7 milljónir íslenskra króna. Nefndinni var einnig falið að leggja til nýtt launa- og eftirlaunakerfi fyrir borgarstjóra og formenn svæðisráða.

Tillagan um hækkanir hefur sætt gagnrýni, meðal annars jafnaðarmanna, en nefndin segir breytt kerfi ekki fela í sér aukinn kostnað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×