Erlent

Vilja breyta Dyflinnar- reglugerð

Þórdís Valsdóttir skrifar
Dyflinnarreglugerðin var ekki hönnuð með svo mikinn fjölda hælisleitenda í huga.
Dyflinnarreglugerðin var ekki hönnuð með svo mikinn fjölda hælisleitenda í huga. NORDICPHOTOS/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun líklega leggja til að gagngerar breytingar verði gerðar á hinni svokölluðu Dyflinnarreglugerð.

Nú er í gildi sú regla að flóttamaður skuli sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til og talið er að sú regla verði fyrst felld úr gildi.

Á síðasta ári gekk illa að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar og þar að auki hættu Þjóðverjar að beita henni í ákveðnum tilvikum. Mikill meirihluti flóttamanna, eða um milljón manns, hefur komið til Evrópu í gegnum Grikkland og Ítalíu og hafa ýmis vandamál skapast vegna þess. Dyflinnarreglugerðin var ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×