Erlent

Bandaríkjaher sprengdi milljónir af reiðufé ISIS í loft upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varnarmálaráðuneytið hefur gefið út myndband af loftárásinni þar sem peningaseðlar sjást þyrlast upp í loftið.
Varnarmálaráðuneytið hefur gefið út myndband af loftárásinni þar sem peningaseðlar sjást þyrlast upp í loftið. Vísir/AFP
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út myndband af loftárás Bandaríkjahers á fjármálamiðstöð ISIS í Mosul í Írak sem gerð var 11. janúar síðastliðin.

Á myndbandinu sést þegar tveimur 900 kílógramma sprengjum er varpað á hús. Eftir mikla sprengingu sést hvar heilt fjall af reiðuféi þeytist upp í loftið og fellur niður til jarðar og á nærliggjandi húsþök.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið af reiðufé var geymt í byggingunni en Bandaríkjaher áætlar að þar hafi verið geymdar milljónir dollara.

„Þetta var góð árás og við reiknum með að hafa svipt ISIS milljónum dollara,“ sagði Llouyd Austin hershöfðingi í bandaríska hernum. „Með þessari árás og árásum okkar á olíuframleiðslu þeirra og olíudreifikerfi þeirra er hægt að veðja á að þeir eru farnir að finna til í veskinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×