Erlent

Neyðarástand í Houston vegna regns

Staðan er slæm í Houston Texas.
Staðan er slæm í Houston Texas. Vísir/EPA
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborginni Houston í Texas, sem er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna.

Fimm eru látnir eftir gríðarlegar rigningar en regn magnið í gær mældist rétt tæpir 45 sentímetrar að sögn veðurfræðinga. Ár flæddu yfir bakka sína í miðborginni og 1200 manns þurfti að bjarga úr straumnum.

Flóðin orsökuðu einnig rafmagnsleysi hjá 70 þúsund manns og vatn flæddi inn í rúmlega eittþúsund íbúðir hið minnsta. Stórri verslunarmiðstöð hefur nú verið breytt í fjöldahjálparmiðstöð og er fólki ráðlagt að aka ekki um götur borgarinnar. Þá er börnum bannað að leika sér í vatninu sem umlykur allt þar sem hætta er á því að í því leynist snákar og eitraðir maurar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×