Fótbolti

Barcelona stendur með Messi-feðgum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Feðgarnir í dómssalnum.
Feðgarnir í dómssalnum. vísir/getty
Lionel Messi var í morgun dæmdur í 21 mánaðar skilorðsbundið fangelsi ásamt föður sínum.

Feðgarnir fengu dóminn fyrir stórfelld skattsvik sem áttu sér stað á árunum 2007 til 2009. Þeir voru svo sektaðir um 273 milljónir króna.

Feðgarnir héldu alltaf fram sakleysi sínu. Ekki er búist við því að þeir áfrýji þar sem þeir sleppa við fangelsisvist.

Barcelona, félag Messi, hefur lýst yfir stuðningi við þá feðga.

„Barcelona veitir Messi-feðgum allan sinn stuðning. Messi hefur rétt hlut sinn gagnvart skattayfirvöldum og sönnunargögnin sýna að Messi er ekki ábyrgur fyrir neinum lagabrotum. Barcelona mun styðja þá feðga sama hvaða leið þeir ákveða að taka,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×