Fótbolti

Messi getur spilað með Barcelona í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi labbar út úr dómshúsinu á dögunum.
Messi labbar út úr dómshúsinu á dögunum. vísir/getty
Lionel Messi og faðir hans voru dæmdir fyrir skattsvik af spænskum dómstólum í morgun.

Þeir fengu 21 mánaða dóm en þeir munu þó ekki þurfa að dúsa í fangelsi.

Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem hann er ekki tveggja ára langur og þeir voru með hreina sakaskrá fyrir. Margir áttu von á því að Messi fengi fangelsisdóm og þeim hinum sömu þykir hann sleppa vel.

Messi mun því geta spilað með Barcelona í vetur. Ef hann aftur á móti brýtur af sér næsta 21 mánuð þá mun hann enda í grjótinu.

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Messi. Dómsmálið hófst skömmu fyrir Copa America. Hann fór þangað og virtist njóta þess að spila þar og þurfa ekki að hugsa um dómsmálið.

Copa endaði aftur á móti á versta hátt fyrir Messi sem klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins sem Argentína tapaði. Messi lýsti því svo yfir eftir leikinn að hann væri hættur að spila fyrir landsliðið aðeins 29 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×