Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.

Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013.
„Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar.
Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni.
Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk.
Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:
- Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
- Bergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipa
- Bjarndal ehf, 50.000 kr., Lögfræðiþjónusta
- Gröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi
- Háteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýra
- Henson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutum
- Hótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustu
- Lýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feiti
- Nesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
- OSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi
- Rekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemi
- Sjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfara
- Vísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipa
- VSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðinga
- Þorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra