Erlent

Forseti Lettlands gekkst undir bráðaaðgerð

Atli Ísleifsson skrifar
Vejonis tók við forsetaembættinu í júlí síðastliðinn.
Vejonis tók við forsetaembættinu í júlí síðastliðinn. Vísir/EPA
Raimonds Vejonis Lettlandsforseti hefur gengist undir bráðaaðgerð á hjarta.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu lettneska kemur fram að læknir forsetans hafi fundið sýkingu í hjartalokum og hafi hann gengist undir aðgerð til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Segir að aðgerðin hafi tekist vel.

Hinn 49 ára Vejonis er yngsti þjóðhöfðinginn í sögu Lettlands og var lagður inn á sjúkrahús á mánudag.

Forseti þjóðþings Lettlands fer nú tímabundið með forsetavald í landinu á meðan Vejonis jafnar sig.

Vejonis hefur síðustu vikur unnið hart að því að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir að forsætisráðherrann Laimdota Straujuma sagði óvænt af sér í síðasta mánuði.

Vejonis tók við forsetaembættinu í júlí síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×