Helmingur tekna Valitor kemur frá útlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 13:29 Borgun og Valitor gætu hagnast vel á yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem um þrjú þúsund fjármálafyrirtæki í Evrópu eiga. vísir/stefán Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor. Borgunarmálið Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Borgunarmálið Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira