Allir taka undir í lokin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 10:45 „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en skemmtilegt,“ segir Hjörleifur Örn. Mynd/Ágústa Ólafsdóttir „Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira