Svart og sykurlaust Auður Jóhannesdóttir skrifar 20. janúar 2016 09:00 Nú er í umræðunni að herða beri regluverk í kringum stofnun fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð (einkahlutafélaga) til að sporna við kennitöluflakki og skattaundanskotum. Þessi umræða er svo sem ekkert ný af nálinni og ýmis hagsmunasamtök atvinnulífsins og launþega hafa reglulega vakið athygli á því meini sem svört atvinnustarfsemi er í íslensku atvinnulífi án þess að mikið virðist breytast. En er hert regluverk eina leiðin? Er ástæða til að þrengja að athafnafólki sem er upp til hópa heiðarlegt til þess að að koma í veg fyrir að nokkrir siðleysingjar steli frá okkur peningum? Snýst þetta kannski frekar um frjálsleg viðhorf samfélagsins til svartrar atvinnustarfsemi og græðgi þeirra sem eru tilbúnir til að kaupa vörur og þjónustu undir borðið eða af kennitöluflökkurum? Í rannsókn sem Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst gerði 2014 á umfangi skattaundanskota í ferðaþjónustu kom fram að einn helsti hvati svartrar starfsemi væri sá að starfsfólk fengist einfaldlega ekki til vinnu öðru vísi en að fá borgað svart, þetta ætti einkum við á háannatíma og í aukavinnu þar sem starfsfólki finnst ekki taka því að vinna þegar helmingur launanna færi í skatta. Það að borga svört laun kallaði svo á að hluti rekstrarteknanna yrði líka að vera falinn, þá er kannski einfaldast að sleppa því að bókfæra þær tekjur sem koma inn í peningum. Kannski við ættum bara að úthýsa seðlum á Íslandi? Það er erfiðara að stunda undanskot þegar allar greiðslur skilja eftir sig rafræn spor. Þetta ástand er ekki bundið við ferðaþjónustuna þótt hún hafi verið viðfang þessarar rannsóknar og ég efast ekki um að flestir þekki a.m.k. nokkur dæmi um óuppgefin viðskipti í sínu nánasta umhverfi. Það eru náttúrulega kostir í þessu fyrir atvinnurekendur, „svartir“ starfsmenn eiga hvorki rétt á veikindadögum né eru þeir líklegir til vandræða jafnvel þótt þeir fái greitt seint og illa. Svartar tekjur skila svo sennilega fleiri aurum í vasann svona til skamms tíma litið. En þótt það sé hægt og auðvelt er ekki þar með sagt að það sé rétt eða gott. Ríkið er ekki aðskilið frá þegnunum heldur erum við ríkið og sá sem svíkur undan skatti er ekki bara að svíkja einhvern ópersónulegan skattmann heldur einnig sjálfan sig og okkur sem búum hérna með honum. Róðurinn yrði eflaust auðveldari ef sumir sætu ekki bara í þjóðarbátnum, ætu kostinn og létu hina um að róa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nú er í umræðunni að herða beri regluverk í kringum stofnun fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð (einkahlutafélaga) til að sporna við kennitöluflakki og skattaundanskotum. Þessi umræða er svo sem ekkert ný af nálinni og ýmis hagsmunasamtök atvinnulífsins og launþega hafa reglulega vakið athygli á því meini sem svört atvinnustarfsemi er í íslensku atvinnulífi án þess að mikið virðist breytast. En er hert regluverk eina leiðin? Er ástæða til að þrengja að athafnafólki sem er upp til hópa heiðarlegt til þess að að koma í veg fyrir að nokkrir siðleysingjar steli frá okkur peningum? Snýst þetta kannski frekar um frjálsleg viðhorf samfélagsins til svartrar atvinnustarfsemi og græðgi þeirra sem eru tilbúnir til að kaupa vörur og þjónustu undir borðið eða af kennitöluflökkurum? Í rannsókn sem Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst gerði 2014 á umfangi skattaundanskota í ferðaþjónustu kom fram að einn helsti hvati svartrar starfsemi væri sá að starfsfólk fengist einfaldlega ekki til vinnu öðru vísi en að fá borgað svart, þetta ætti einkum við á háannatíma og í aukavinnu þar sem starfsfólki finnst ekki taka því að vinna þegar helmingur launanna færi í skatta. Það að borga svört laun kallaði svo á að hluti rekstrarteknanna yrði líka að vera falinn, þá er kannski einfaldast að sleppa því að bókfæra þær tekjur sem koma inn í peningum. Kannski við ættum bara að úthýsa seðlum á Íslandi? Það er erfiðara að stunda undanskot þegar allar greiðslur skilja eftir sig rafræn spor. Þetta ástand er ekki bundið við ferðaþjónustuna þótt hún hafi verið viðfang þessarar rannsóknar og ég efast ekki um að flestir þekki a.m.k. nokkur dæmi um óuppgefin viðskipti í sínu nánasta umhverfi. Það eru náttúrulega kostir í þessu fyrir atvinnurekendur, „svartir“ starfsmenn eiga hvorki rétt á veikindadögum né eru þeir líklegir til vandræða jafnvel þótt þeir fái greitt seint og illa. Svartar tekjur skila svo sennilega fleiri aurum í vasann svona til skamms tíma litið. En þótt það sé hægt og auðvelt er ekki þar með sagt að það sé rétt eða gott. Ríkið er ekki aðskilið frá þegnunum heldur erum við ríkið og sá sem svíkur undan skatti er ekki bara að svíkja einhvern ópersónulegan skattmann heldur einnig sjálfan sig og okkur sem búum hérna með honum. Róðurinn yrði eflaust auðveldari ef sumir sætu ekki bara í þjóðarbátnum, ætu kostinn og létu hina um að róa.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar