Um dóm í Stím-máli Gísli Guðni Hall skrifar 20. janúar 2016 07:00 Meginatvik Stím-málsins, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði, eru tiltölulega einföld. Glitnir banki hf. lánaði í nóvembermánuði 2007 fyrirtækinu Stím ehf. um 19,5 milljarða króna, til kaupa á hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group hf. Seljandi hlutabréfanna var bankinn sjálfur. Kaupverð var samtals um 25 milljarðar. Það sem upp á vantaði greiddi Stím ehf. með eiginfjárframlagi sem það aflaði með útgáfu hlutafjár og með lánum frá fjárfestum sem voru víkjandi gagnvart láni Glitnis, samtals um 5,5 milljarðar. Glitnir fékk veð í hinu selda og reiknast mér til að tryggingaþekja hafi verið um 128% af kaupverði, jafnframt því sem Glitnir fékk um 5,5 milljarða í greiðslu sem hluta kaupverðsins. Tölur eru gróft námundaðar en þetta er stóra myndin af því sem gert var. Ákvörðun um lánveitingu bankans var tekin á fundi sex manna áhættunefndar.Niðurstaða um auðgunarásetning Í forsendum dómsins fyrir því að auðgunarásetningur Lárusar Welding hafi verið sannaður, eru þessar setningar:„Í ákæru er við það miðað að lán þetta hafi verið án fullnægjandi trygginga og að lánveitingin hafi skapað fjártjónshættu. […] Í dómsmálum sem rekin hafa verið eftir efnahagshrunið hefur því verið slegið föstu að gengi hlutabréfa félaga hafi tekið að lækka upp úr miðju ári 2007. Á þann veg þróaðist gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. Kreppa var á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákærða mátti því vera ljóst að takmarkaðar tryggingar væru í hlutabréfum FL Group hf., þar sem allar líkur væru á því að virði þeirra myndi lækka hratt. Í ljósi lánsfjárhæðarinnar var takmörkuð trygging í hlutafé í FS 37 ehf. [sem fékk nafnið Stím ehf.], sem einungis nam ríflega tveimur milljörðum króna. Ákærða mátti því vera ljóst, í ljósi lánsfjárhæðarinnar, að mikilvægt væri að haldgóðar tryggingar stæðu að baki lánveitingunni.“ Bankinn var sjálfur seljandi. Hann fékk veð í öllu hinu selda (skráðum hlutabréfum) og 22% eiginfjárframlagið rann til hans. Að þessar tryggingar hafi ekki verið taldar fullnægjandi af dóminum er mér ráðgáta. Hefði 25% eiginfjárframlag dugað? Eða kannski 50 – nú eða 100? Eða mátti bankinn kannski ekki fjármagna hlutabréfakaup? Niðurstaða um þetta virðist alfarið háð huglægri afstöðu dómaranna. Þegar lagt er til grundvallar að hlutafé í Stím hafi verið um 2 milljarðar og takmörkuð trygging í því, horfir dómurinn fram hjá því að til viðbótar höfðu fjárfestar lagt til um 3,5 milljarða í formi víkjandi lána, sem runnu til Glitnis á sama hátt og hlutaféð. Yfirsjón eða vanþekking? Tilvísanir dómara til efnahagshrunsins, að gengi hlutabréfa hafi tekið að lækka upp úr miðju ári 2007 og allar líkur hafi verið á að þau myndu halda áfram að gera það, eru ekki einungis eftiráspeki heldur birtist í þeim hrein þversögn og skilningsleysi á eðli markaða. Markaðsverð á hverjum tíma ræðst af framtíðarvæntingum markaðarins til viðkomandi hlutabréfa. Hafi markaðurinn á einhverjum tímapunkti metið það svo að hlutabréfaverð myndi lækka, þá voru þær væntingar komnar fram í markaðsverði þess tíma (undantekning væri ef aðili byggi yfir innherjaupplýsingum). Hafi Glitnismenn metið það svo að hlutabréf bankans myndu fara lækkandi í verði, eins og dómurinn leggur þarna til grundvallar, þá var þeim mun ríkari ástæða fyrir þá til að selja hlutabréfin eins og gert var, enda bankinn þá betur settur sem nam eiginfjárframlaginu. Eftirfarandi dæmi skýrir málið: Hafi markaðsverð bréfanna í upphafi verið 100, Glitnir lánað 78% kaupverðs á móti 22% eiginfjárframlagi, markaðsverð hefði síðan lækkað niður í 80, þá hefði Glitnir ekki tapað neinu, bréfin dygðu fyrir láninu 78, sem auk eiginfjárframlags 22 gerir 100. Hefði Glitnir hins vegar ekki selt bréfin, þá hefði lækkunin á bréfunum haft í för með sér tap upp á 20 og bankinn sæti uppi með 80 í stað 100. Það er sama hversu mikið hlutabréfin hefðu lækkað, bankinn hefði alltaf verið betur settur sem nam eiginfjárframlaginu. Eftiráskoðun dómaranna hefði því átt að leiða þá að þeirri niðurstöðu að ráðstöfunin hafi ekki falið í sér verulega fjártjónsættu, heldur hafi áhætta bankans af framtíðarverðlækkunum verið takmörkuð frá því sem hún var fyrir. Áhætta hafi færst yfir til kaupanda bréfanna sem lagði fram mikla fjármuni til kaupanna eins og áður sagði. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi dóminn í grein sem birtist í síðustu viku. Ég lýsi mig sammála hans gagnrýni. Ég tel að dómurinn hafi horft fram hjá tiltölulega einföldum atriðum og dæmt mann í fimm ára fangelsi fyrir auðgunarbrot að ófyrirsynju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Meginatvik Stím-málsins, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði, eru tiltölulega einföld. Glitnir banki hf. lánaði í nóvembermánuði 2007 fyrirtækinu Stím ehf. um 19,5 milljarða króna, til kaupa á hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group hf. Seljandi hlutabréfanna var bankinn sjálfur. Kaupverð var samtals um 25 milljarðar. Það sem upp á vantaði greiddi Stím ehf. með eiginfjárframlagi sem það aflaði með útgáfu hlutafjár og með lánum frá fjárfestum sem voru víkjandi gagnvart láni Glitnis, samtals um 5,5 milljarðar. Glitnir fékk veð í hinu selda og reiknast mér til að tryggingaþekja hafi verið um 128% af kaupverði, jafnframt því sem Glitnir fékk um 5,5 milljarða í greiðslu sem hluta kaupverðsins. Tölur eru gróft námundaðar en þetta er stóra myndin af því sem gert var. Ákvörðun um lánveitingu bankans var tekin á fundi sex manna áhættunefndar.Niðurstaða um auðgunarásetning Í forsendum dómsins fyrir því að auðgunarásetningur Lárusar Welding hafi verið sannaður, eru þessar setningar:„Í ákæru er við það miðað að lán þetta hafi verið án fullnægjandi trygginga og að lánveitingin hafi skapað fjártjónshættu. […] Í dómsmálum sem rekin hafa verið eftir efnahagshrunið hefur því verið slegið föstu að gengi hlutabréfa félaga hafi tekið að lækka upp úr miðju ári 2007. Á þann veg þróaðist gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. Kreppa var á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákærða mátti því vera ljóst að takmarkaðar tryggingar væru í hlutabréfum FL Group hf., þar sem allar líkur væru á því að virði þeirra myndi lækka hratt. Í ljósi lánsfjárhæðarinnar var takmörkuð trygging í hlutafé í FS 37 ehf. [sem fékk nafnið Stím ehf.], sem einungis nam ríflega tveimur milljörðum króna. Ákærða mátti því vera ljóst, í ljósi lánsfjárhæðarinnar, að mikilvægt væri að haldgóðar tryggingar stæðu að baki lánveitingunni.“ Bankinn var sjálfur seljandi. Hann fékk veð í öllu hinu selda (skráðum hlutabréfum) og 22% eiginfjárframlagið rann til hans. Að þessar tryggingar hafi ekki verið taldar fullnægjandi af dóminum er mér ráðgáta. Hefði 25% eiginfjárframlag dugað? Eða kannski 50 – nú eða 100? Eða mátti bankinn kannski ekki fjármagna hlutabréfakaup? Niðurstaða um þetta virðist alfarið háð huglægri afstöðu dómaranna. Þegar lagt er til grundvallar að hlutafé í Stím hafi verið um 2 milljarðar og takmörkuð trygging í því, horfir dómurinn fram hjá því að til viðbótar höfðu fjárfestar lagt til um 3,5 milljarða í formi víkjandi lána, sem runnu til Glitnis á sama hátt og hlutaféð. Yfirsjón eða vanþekking? Tilvísanir dómara til efnahagshrunsins, að gengi hlutabréfa hafi tekið að lækka upp úr miðju ári 2007 og allar líkur hafi verið á að þau myndu halda áfram að gera það, eru ekki einungis eftiráspeki heldur birtist í þeim hrein þversögn og skilningsleysi á eðli markaða. Markaðsverð á hverjum tíma ræðst af framtíðarvæntingum markaðarins til viðkomandi hlutabréfa. Hafi markaðurinn á einhverjum tímapunkti metið það svo að hlutabréfaverð myndi lækka, þá voru þær væntingar komnar fram í markaðsverði þess tíma (undantekning væri ef aðili byggi yfir innherjaupplýsingum). Hafi Glitnismenn metið það svo að hlutabréf bankans myndu fara lækkandi í verði, eins og dómurinn leggur þarna til grundvallar, þá var þeim mun ríkari ástæða fyrir þá til að selja hlutabréfin eins og gert var, enda bankinn þá betur settur sem nam eiginfjárframlaginu. Eftirfarandi dæmi skýrir málið: Hafi markaðsverð bréfanna í upphafi verið 100, Glitnir lánað 78% kaupverðs á móti 22% eiginfjárframlagi, markaðsverð hefði síðan lækkað niður í 80, þá hefði Glitnir ekki tapað neinu, bréfin dygðu fyrir láninu 78, sem auk eiginfjárframlags 22 gerir 100. Hefði Glitnir hins vegar ekki selt bréfin, þá hefði lækkunin á bréfunum haft í för með sér tap upp á 20 og bankinn sæti uppi með 80 í stað 100. Það er sama hversu mikið hlutabréfin hefðu lækkað, bankinn hefði alltaf verið betur settur sem nam eiginfjárframlaginu. Eftiráskoðun dómaranna hefði því átt að leiða þá að þeirri niðurstöðu að ráðstöfunin hafi ekki falið í sér verulega fjártjónsættu, heldur hafi áhætta bankans af framtíðarverðlækkunum verið takmörkuð frá því sem hún var fyrir. Áhætta hafi færst yfir til kaupanda bréfanna sem lagði fram mikla fjármuni til kaupanna eins og áður sagði. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi dóminn í grein sem birtist í síðustu viku. Ég lýsi mig sammála hans gagnrýni. Ég tel að dómurinn hafi horft fram hjá tiltölulega einföldum atriðum og dæmt mann í fimm ára fangelsi fyrir auðgunarbrot að ófyrirsynju.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar