Bjarni Ben fjármálasnillingur? Sverrir Björnsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Margir hafa spurt sig að því hvort Bjarni Ben sé flinkur í fjármálum. Það er eðlilegt að spurt sé þar sem hann fer með sameiginlegar eignir okkar allra. Gjaldþrota- og afskriftaslóðin eftir Bjarna businessmann vekur ekki sérstaka trú á fjármálahæfni hans sem og takmörkuð vitneskja hans um eigin fjármál: „Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum.“ BB. Nú stendur fyrir dyrum sala á hlutum ríkisins í fjölmörgum fyrirtækjum, því er hér spurning til þín, lesandi góður: Ef þú vilt selja nokkur fyrirtæki og fá gott verð fyrir, myndirðu þá tilkynna hátt og snjallt að þú ætlir að selja þau öll í einu í einum grænum hvelli? Er brunaútsöluleiðin líkleg til að skila þér besta verðinu? „Við vonumst til þess að meginþorra eignanna verði komið í verð fyrir árslok.“ BB. Ég efast um að snjallir viðskiptamenn stæðu svona að sölu á sínum eignasöfnum. Spor sjálfstæðismanna í einkavæðingu eigna okkar hræða. Ein vinsælasta viðskiptahugmynd auðmanna er að sækja sér auð í eigur almennings. Aðferðirnar eru kunnuglegar; að selja sér ríkisfyrirtæki á undirverði, nýta auðlindir í þjóðareign á tombóluprís og koma einkarekstri inn í almannakerfin. Bjarni Ben hefur sýnt að hann styður þessar auðsöfnunaraðferðir dyggilega, hann vill selja þær eignir sem mala gull fyrir ríkissjóð, Landsvirkjun og Landsbankann. Selur góður búmaður frá sér bestu mjólkurkýrnar? Nýjasta dæmið um afhendingu almannafjár eru 500 milljarðarnir sem ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum í afslátt á stöðugleikaskatti. Icesave-hópurinn hefur bent á að þetta var óþarfa gjafgjörningur sem er þjóðinni afar dýrkeyptur. Ég sé ekki fjármálasnilld Bjarna sem íhaldsmenn eru að reyna að selja okkur. Í fordæmalausu góðærinu gæti ágætlega greindur gjaldkeri rekið ríkissjóð. Kannski er það bara í öflugri gjafastarfsemi á eignum almennings sem „fjármálasnilld“ frjálshyggjuráðherrans liggur. Líkt og Bjarni hafði ekki eftir leiðarstjörnu sinni, Margaret Thatcher á Twitter 1. maí: „ Gallinn við frjálshyggjuna er að á endanum verða engar almannaeignir eftir til að einkavinavæða.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun