Saga til næsta bæjar: Vísindin og glæpagáturnar Stefán Pálsson skrifar 1. maí 2016 08:00 Í byrjun þessarar aldar reið yfir sjónvarpsáhorfendur holskefla glæpaþátta þar sem hetjurnar voru ekki byssuglaðir slagsmálahundar, heldur vísinda- og tæknimenn. Glæpagátur voru leystar með því að kryfja lík og finna þannig vísbendingar eða með því að fínkemba morðstaðinn í leit að lífssýni sem varpað gat sökinni á illvirkjann. Kröftugar tölvur og fullkomnar rannsóknarstofur urðu helstu vopn varða laganna á imbaskjánum. Ekki leið á löngu uns löggæsluyfirvöld fóru að kvarta undan þáttum af þessu tagi, sem höfðu einkum tvenns konar vandamál í för með sér. Annars vegar tók að bera á því að afbrotamenn notuðu þættina sem fræðsluefni: gættu þess að skilja ekki eftir vísbendingar fyrir tæknideildir lögreglunnar og gerðu starfið þannig flóknara. Hins vegar sköpuðu sjónvarpsþættirnir óraunsæjar væntingar hjá almenningi um hverju tæknin gæti áorkað. Þannig teldi fólk að flóknar og kostnaðarsamar rannsóknir á lífssýnum gætu gefið afdráttarlausar niðurstöður á fáeinum klukkutímum. Reyndist þetta erfitt viðureignar í dómssölum þar sem kviðdómendur hafa oft óraunhæfar hugmyndir um sönnunargögn af þessum toga. Samspil skáldskapar og lögreglustarfa er ekki nýtt af nálinni. Bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe er yfirleitt talinn upphafsmaður spæjarasagnanna, þótt orðið spæjari (e. detective) hafi raunar ekki verið komið fram um 1840 þegar hann hóf ritun þeirra. Hetjan í sögum Poes var franskur hefðarmaður, C. Auguste Dupin, sem leysti morðgátur sér til dægrastyttingar. Rannsóknaraðferðir hins sérlundaða Dupins voru ekki raunvísindalegar, heldur fyrst og fremst sálfræðilegar. Snilli hans fólst í að setja sig inn í hugarheim annarra og draga af því ályktanir um líklega atburðarás.Grundvallaratriði, kæri Watson Herra Dupin er augljós fyrirmynd Sherlocks Holmes, eftir breska lækninn og knattspyrnumarkvörðinn Arthur Conan Doyle. Líkt og Dupin, var Holmes efnaður sérvitringur sem skemmti sér við að leysa snúnustu glæpamál og niðurlægja lögregluna í leiðinni. En Holmes lét sér ekki nægja innsæi í mannlegt eðli, hann var maður vísinda. Í um helmingi sagnanna um Sherlock Holmes, sem birtust á árunum 1887 til 1927, koma fótspor við sögu í lausn gátunnar. Með því að mæla spor öðlaðist spæjarinn klóki vitneskju um stærð og þyngd ódæðismanna, sem og hvar þeir höfðu farið um. Athugun á sígarettuösku gat gefið góðar vísbendingar og Holmes kunni góð skil á rithandarfræðum. Út frá rithöndinni einni gat rannsakandinn fræðst um skapferli bréfritarans og í einni sögunni áttaði Holmes sig á því að tveir nafnlausir bréfritarar hlytu að vera feðgar! Þegar árið 1890 eru fingraför notuð til að bera kennsl á glæpamann í Sherlock Holmes-sögu. Sú tækni var þá glæný af nálinni, en átti eftir að fara sigurför um heiminn sem traust aðferð til að greina á milli ólíkra einstaklinga. Við það vandamál hafði mannkynið mátt glíma í árþúsundir. Fyrr á öldum var engin önnur leið til að þekkja fólk en að treysta á minni glöggra einstaklinga. Að vera minnugur á andlit var því talinn sérstakur kostur fyrir laganna verði og til eru nánast lygilegar sögur af þjálfuðum lögreglumönnum sem þekkt gátu fólk eftir að hafa bara séð það í sviphendingu mörgum árum fyrr. Það er varasamt að treysta á mannshugann einan og með þessari aðferð töpuðust vitaskuld miklar upplýsingar í hvert sinn sem lögreglumenn féllu frá eða hættu störfum. Ljósmyndatæknin var enn ung að árum þegar farið var að taka kerfisbundið myndir af sakborningum og safna saman. En jafnvel ljósmyndir geta verið vandmeðfarin sönnunargögn, eins og allir vita sem reynt hafa að rýna í andlit í gömlum fjölskyldualbúmum.Andlitið afhjúpar innrætið Franskur vísindamaður og rannsóknarlögregla, Alphonse Bertillon, reyndi að koma reglu á óreiðuna og öðlaðist heimsfrægð fyrir. Í einni Sherlock Holmes-sögunni leitar skjólstæðingur meira að segja á náðir spæjarans með þeim orðum að hann sé sá sem gangi næst hinum franska Bertillon í að leysa glæpagátur! Bertillon fæddist árið 1854, sonur kunns tölfræðings. Hann hóf störf í lögreglunni sem óbreytt skrifstofublók 25 ára gamall. Um það leyti voru í miklum metum kenningar um að glæpahneigð væri líffræðilegs eðlis og tengdist erfðum. Höfuðlagsfræði var viðurkennd grein innan mannfræðinnar og gekk út á að mæla nákvæmlega ennisbreidd, hnakkaþykkt og annað slíkt og draga af því ályktanir um skapgerð einstaklingsins. Þóttu þetta fullgild vísindi, en eru í dag álitin kukl og þvættingur. En í þessu ljósi verður að skilja áhuga nítjándu aldar manna á að safna upplýsingum um síbrotamenn, rannsaka höfuðkúpur þeirra og búa til kerfi sem auðveldaði yfirvöldum að uppgötva hvort fangi eða grunaður sakamaður hefði setið áður inni, jafnvel undir öðru nafni. Bertillon beitti sér fyrir því að myndatökur af sakborningum væru samræmdar til að auðvelda samanburð. Þannig skyldi taka eina mynd beint framan á andlit viðkomandi og aðra af vangasvipnum, báðar með einlitan bakgrunn. Hann hefur enda verið kallaður „faðir fangamyndanna“. Útlit fólks breytist með aldrinum og aðrir breyta því viljandi, svo sem með hárgreiðslu, skeggvexti eða öðru slíku. Þess vegna leitaðist Bertillon við að finna annað og óumbreytanlegra auðkenni einstaklinga. Niðurstaða hans var beinamælingar. Með því að mæla nákvæmlega líkamshæð, armslengd, ummál höfuðs og ýmsa aðra líkamshluta fann hann út flókna talnarunu. Þessar tölur væru ekki eins hjá neinum tveimur manneskjum.Will eða William? Mælikerfi Bertillons sló í gegn og var tekið upp víða um lönd og þótti gefast vel. Árið 1903 varð kerfið hins vegar fyrir áfalli vegna einhverrar ótrúlegustu tilviljunar sem sögur fara af. Maður að nafni Will West var færður í fangelsi í Illinois-ríki. Aðspurður neitaði hann að hafa áður komist í kast við lögin, en í bókum fangelsisins fannst þó nafnið William West. Myndirnar af þeim William og Will voru nálega eins og líkamsmælingarhlutföllin hin sömu. Enginn hefði fengist til að trúa því að um tvo menn væri að ræða?… nema fyrir þá staðreynd að William hafði dúsað í klefa sínum í þrjú ár. Fregnir af þessu ótrúlega atviki breiddust hratt út og urðu vissulega álitshnekkir fyrir líkamsmælingakerfið. Er því víða haldið fram í bókum og greinum að það hafi ráðið úrslitum um að fingraför ruddu kerfi Bertillons úr sessi. Það er þó hæpin kenning. Mannkynið hefur vitaskuld verið meðvitað um tilvist fingrafara frá örófi alda. Ýmis forn menningarsamfélög tíðkuðu það að láta fólk dýfa fingurgómum sínum í blek og þrýsta á flöt sem einhvers konar undirskrift eða vottun – þótt þar hafi líklega verið um táknrænan gjörning að ræða fremur en að fingrafarið væri talið persónurekjanlegt. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum virðast Kínverjar þó hafa skotið öðrum ref fyrir rass. Þar má finna ævaforn dæmi um að fingraför hafi verið tekin af sakamönnum og þau notuð sem sönnunargagn fyrir rétti. Á sautjándu og átjándu öld rituðu evrópskir vísindamenn fræðirit um fingraför, þá einkum sem stærðfræðileg form og fljótlega fer að bera á þeirri hugmynd að fjölbreytileiki fingrafara sé gríðarlegur ef ekki óendanlegur.Embættismenn krúnunnar Það voru þó ekki vestrænir lögregluþjónar, heldur embættismenn sem fyrstir fundu hagnýt not fyrir fingraför. Valdstjórn Breta á Indlandi átti við ýmiss konar vandamál að stríða, meðal annars þá staðreynd að Indverjar voru óskaplega margir og í augum hrokafullra nýlenduherranna litu þeir allir eins út. Þetta gaf innfæddum ýmis færi á að blekkja Bretana, til dæmis með því að halda áfram að sækja eftirlaun fyrir löngu látið fólk eða sá siður efnamanna sem dæmdir voru í fangelsi að greiða fátæklingum fyrir að afplána í sinn stað. Fingrafarakerfin á Indlandi þóttu gefa góða raun og fljótlega tóku þau að vekja athygli heima í Bretlandi. Sýnt þótti að fingraför væru mjög frábrugðin frá manni til manns og líklega einstök. Slík tilfinning var þó ekki nóg til að dómstólar tækju þau fullgild sem sönnunargögn, meira varð að koma til. Það kom í hlut Francis Galton, náfrænda náttúrufræðingsins kunna Charles Darwin, að gefa fingrafararannsóknum vísindalegan grunn. Galton var einn af síðustu fjölfræðingunum og ritaði á fjórða hundrað bækur og blaðagreinar um fjölbreytilegustu málefni allt frá félagsfræði til veðurrannsókna. Hann færði fyrir því tölfræðileg rök að nálega útilokað væri að tvær manneskjur hefðu eins fingraför. Sá rökstuðningur sannfærði dómara og fingraför urðu viðurkennd fyrir rétti, sem eðli málsins samkvæmt snarjók áhuga lögreglumanna á rannsóknaraðferðinni. Við það bættist að ný efni sem fram komu undir aldamótin 1900 gerðu það að verkum að unnt var að greina fingraför miklu víðar og á annars konar efnum en áður var. Og síðast en ekki síst urðu bækurnar um Sherlock Holmes til að kynna þessa snjöllu aðferð. Eins og venjulega var listin aðeins á undan lífinu. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Í byrjun þessarar aldar reið yfir sjónvarpsáhorfendur holskefla glæpaþátta þar sem hetjurnar voru ekki byssuglaðir slagsmálahundar, heldur vísinda- og tæknimenn. Glæpagátur voru leystar með því að kryfja lík og finna þannig vísbendingar eða með því að fínkemba morðstaðinn í leit að lífssýni sem varpað gat sökinni á illvirkjann. Kröftugar tölvur og fullkomnar rannsóknarstofur urðu helstu vopn varða laganna á imbaskjánum. Ekki leið á löngu uns löggæsluyfirvöld fóru að kvarta undan þáttum af þessu tagi, sem höfðu einkum tvenns konar vandamál í för með sér. Annars vegar tók að bera á því að afbrotamenn notuðu þættina sem fræðsluefni: gættu þess að skilja ekki eftir vísbendingar fyrir tæknideildir lögreglunnar og gerðu starfið þannig flóknara. Hins vegar sköpuðu sjónvarpsþættirnir óraunsæjar væntingar hjá almenningi um hverju tæknin gæti áorkað. Þannig teldi fólk að flóknar og kostnaðarsamar rannsóknir á lífssýnum gætu gefið afdráttarlausar niðurstöður á fáeinum klukkutímum. Reyndist þetta erfitt viðureignar í dómssölum þar sem kviðdómendur hafa oft óraunhæfar hugmyndir um sönnunargögn af þessum toga. Samspil skáldskapar og lögreglustarfa er ekki nýtt af nálinni. Bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe er yfirleitt talinn upphafsmaður spæjarasagnanna, þótt orðið spæjari (e. detective) hafi raunar ekki verið komið fram um 1840 þegar hann hóf ritun þeirra. Hetjan í sögum Poes var franskur hefðarmaður, C. Auguste Dupin, sem leysti morðgátur sér til dægrastyttingar. Rannsóknaraðferðir hins sérlundaða Dupins voru ekki raunvísindalegar, heldur fyrst og fremst sálfræðilegar. Snilli hans fólst í að setja sig inn í hugarheim annarra og draga af því ályktanir um líklega atburðarás.Grundvallaratriði, kæri Watson Herra Dupin er augljós fyrirmynd Sherlocks Holmes, eftir breska lækninn og knattspyrnumarkvörðinn Arthur Conan Doyle. Líkt og Dupin, var Holmes efnaður sérvitringur sem skemmti sér við að leysa snúnustu glæpamál og niðurlægja lögregluna í leiðinni. En Holmes lét sér ekki nægja innsæi í mannlegt eðli, hann var maður vísinda. Í um helmingi sagnanna um Sherlock Holmes, sem birtust á árunum 1887 til 1927, koma fótspor við sögu í lausn gátunnar. Með því að mæla spor öðlaðist spæjarinn klóki vitneskju um stærð og þyngd ódæðismanna, sem og hvar þeir höfðu farið um. Athugun á sígarettuösku gat gefið góðar vísbendingar og Holmes kunni góð skil á rithandarfræðum. Út frá rithöndinni einni gat rannsakandinn fræðst um skapferli bréfritarans og í einni sögunni áttaði Holmes sig á því að tveir nafnlausir bréfritarar hlytu að vera feðgar! Þegar árið 1890 eru fingraför notuð til að bera kennsl á glæpamann í Sherlock Holmes-sögu. Sú tækni var þá glæný af nálinni, en átti eftir að fara sigurför um heiminn sem traust aðferð til að greina á milli ólíkra einstaklinga. Við það vandamál hafði mannkynið mátt glíma í árþúsundir. Fyrr á öldum var engin önnur leið til að þekkja fólk en að treysta á minni glöggra einstaklinga. Að vera minnugur á andlit var því talinn sérstakur kostur fyrir laganna verði og til eru nánast lygilegar sögur af þjálfuðum lögreglumönnum sem þekkt gátu fólk eftir að hafa bara séð það í sviphendingu mörgum árum fyrr. Það er varasamt að treysta á mannshugann einan og með þessari aðferð töpuðust vitaskuld miklar upplýsingar í hvert sinn sem lögreglumenn féllu frá eða hættu störfum. Ljósmyndatæknin var enn ung að árum þegar farið var að taka kerfisbundið myndir af sakborningum og safna saman. En jafnvel ljósmyndir geta verið vandmeðfarin sönnunargögn, eins og allir vita sem reynt hafa að rýna í andlit í gömlum fjölskyldualbúmum.Andlitið afhjúpar innrætið Franskur vísindamaður og rannsóknarlögregla, Alphonse Bertillon, reyndi að koma reglu á óreiðuna og öðlaðist heimsfrægð fyrir. Í einni Sherlock Holmes-sögunni leitar skjólstæðingur meira að segja á náðir spæjarans með þeim orðum að hann sé sá sem gangi næst hinum franska Bertillon í að leysa glæpagátur! Bertillon fæddist árið 1854, sonur kunns tölfræðings. Hann hóf störf í lögreglunni sem óbreytt skrifstofublók 25 ára gamall. Um það leyti voru í miklum metum kenningar um að glæpahneigð væri líffræðilegs eðlis og tengdist erfðum. Höfuðlagsfræði var viðurkennd grein innan mannfræðinnar og gekk út á að mæla nákvæmlega ennisbreidd, hnakkaþykkt og annað slíkt og draga af því ályktanir um skapgerð einstaklingsins. Þóttu þetta fullgild vísindi, en eru í dag álitin kukl og þvættingur. En í þessu ljósi verður að skilja áhuga nítjándu aldar manna á að safna upplýsingum um síbrotamenn, rannsaka höfuðkúpur þeirra og búa til kerfi sem auðveldaði yfirvöldum að uppgötva hvort fangi eða grunaður sakamaður hefði setið áður inni, jafnvel undir öðru nafni. Bertillon beitti sér fyrir því að myndatökur af sakborningum væru samræmdar til að auðvelda samanburð. Þannig skyldi taka eina mynd beint framan á andlit viðkomandi og aðra af vangasvipnum, báðar með einlitan bakgrunn. Hann hefur enda verið kallaður „faðir fangamyndanna“. Útlit fólks breytist með aldrinum og aðrir breyta því viljandi, svo sem með hárgreiðslu, skeggvexti eða öðru slíku. Þess vegna leitaðist Bertillon við að finna annað og óumbreytanlegra auðkenni einstaklinga. Niðurstaða hans var beinamælingar. Með því að mæla nákvæmlega líkamshæð, armslengd, ummál höfuðs og ýmsa aðra líkamshluta fann hann út flókna talnarunu. Þessar tölur væru ekki eins hjá neinum tveimur manneskjum.Will eða William? Mælikerfi Bertillons sló í gegn og var tekið upp víða um lönd og þótti gefast vel. Árið 1903 varð kerfið hins vegar fyrir áfalli vegna einhverrar ótrúlegustu tilviljunar sem sögur fara af. Maður að nafni Will West var færður í fangelsi í Illinois-ríki. Aðspurður neitaði hann að hafa áður komist í kast við lögin, en í bókum fangelsisins fannst þó nafnið William West. Myndirnar af þeim William og Will voru nálega eins og líkamsmælingarhlutföllin hin sömu. Enginn hefði fengist til að trúa því að um tvo menn væri að ræða?… nema fyrir þá staðreynd að William hafði dúsað í klefa sínum í þrjú ár. Fregnir af þessu ótrúlega atviki breiddust hratt út og urðu vissulega álitshnekkir fyrir líkamsmælingakerfið. Er því víða haldið fram í bókum og greinum að það hafi ráðið úrslitum um að fingraför ruddu kerfi Bertillons úr sessi. Það er þó hæpin kenning. Mannkynið hefur vitaskuld verið meðvitað um tilvist fingrafara frá örófi alda. Ýmis forn menningarsamfélög tíðkuðu það að láta fólk dýfa fingurgómum sínum í blek og þrýsta á flöt sem einhvers konar undirskrift eða vottun – þótt þar hafi líklega verið um táknrænan gjörning að ræða fremur en að fingrafarið væri talið persónurekjanlegt. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum virðast Kínverjar þó hafa skotið öðrum ref fyrir rass. Þar má finna ævaforn dæmi um að fingraför hafi verið tekin af sakamönnum og þau notuð sem sönnunargagn fyrir rétti. Á sautjándu og átjándu öld rituðu evrópskir vísindamenn fræðirit um fingraför, þá einkum sem stærðfræðileg form og fljótlega fer að bera á þeirri hugmynd að fjölbreytileiki fingrafara sé gríðarlegur ef ekki óendanlegur.Embættismenn krúnunnar Það voru þó ekki vestrænir lögregluþjónar, heldur embættismenn sem fyrstir fundu hagnýt not fyrir fingraför. Valdstjórn Breta á Indlandi átti við ýmiss konar vandamál að stríða, meðal annars þá staðreynd að Indverjar voru óskaplega margir og í augum hrokafullra nýlenduherranna litu þeir allir eins út. Þetta gaf innfæddum ýmis færi á að blekkja Bretana, til dæmis með því að halda áfram að sækja eftirlaun fyrir löngu látið fólk eða sá siður efnamanna sem dæmdir voru í fangelsi að greiða fátæklingum fyrir að afplána í sinn stað. Fingrafarakerfin á Indlandi þóttu gefa góða raun og fljótlega tóku þau að vekja athygli heima í Bretlandi. Sýnt þótti að fingraför væru mjög frábrugðin frá manni til manns og líklega einstök. Slík tilfinning var þó ekki nóg til að dómstólar tækju þau fullgild sem sönnunargögn, meira varð að koma til. Það kom í hlut Francis Galton, náfrænda náttúrufræðingsins kunna Charles Darwin, að gefa fingrafararannsóknum vísindalegan grunn. Galton var einn af síðustu fjölfræðingunum og ritaði á fjórða hundrað bækur og blaðagreinar um fjölbreytilegustu málefni allt frá félagsfræði til veðurrannsókna. Hann færði fyrir því tölfræðileg rök að nálega útilokað væri að tvær manneskjur hefðu eins fingraför. Sá rökstuðningur sannfærði dómara og fingraför urðu viðurkennd fyrir rétti, sem eðli málsins samkvæmt snarjók áhuga lögreglumanna á rannsóknaraðferðinni. Við það bættist að ný efni sem fram komu undir aldamótin 1900 gerðu það að verkum að unnt var að greina fingraför miklu víðar og á annars konar efnum en áður var. Og síðast en ekki síst urðu bækurnar um Sherlock Holmes til að kynna þessa snjöllu aðferð. Eins og venjulega var listin aðeins á undan lífinu.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira