Innlent

Neitaði að borga leigubíl og að yfirgefa lögreglustöðina

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Leigubílstjóri sem hafði lent í vandræðum með farþega kom keyrði inn í port lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í nótt. Farþegi hans neitaði að borga bílinn og að fara úr honum. Þegar loks hafði tekist að koma honum út úr leigubílnum og leigubílstjórinn hafði gefist upp á fargjaldinu, neitaði farþeginn að yfirgefa lögreglustöðina.

Honum var tvívegis vísað af lögreglustöðinni en neitaði að fara og var á endanum handtekinn og vistaður í fangageymslu samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í leigubíl í nótt, þar sem kona hafði slegið sinn fyrrverandi í andlitið svo að tönn brotnaði. Konan var handtekin vegna málsins. Annar maður missti tönn þegar hann var sleginn í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum.

Nokkuð var um stúta í nótt, en í einum bílnum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna var tólf ára sonur ökumannsins einnig.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um heimilisofbeldi í Árbæ í nótt og var karlmaður handtekinn vegna málsins. Þá var einn handtekinn í gleðskap í Grafarholti þar sem rúður voru brotnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×