Heimsferðir undirbúa nú beint flug til Parísar vegna leiks Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM sem fram fer í París á sunnudaginn.
Í tilkynningu frá Heimsferðum segir að stefnt sé að því að flugið verið orðið bókanlegt klukkan 09.30 á annarri af tveimur bókunarsíðunum á bokun.heimsferdir.is.
„Við stefnum að því að fljúga út til Parísar í kvöldflugi laugardaginn 2. júlí og heim aftur til Íslands þriðjudaginn 5. júlí. Við vonum að landinn taki vel við sér og sem flestir flykkist á völlinn til að styðja strákana okkar,“ segir í tilkynningunni.
