Þarfir heimamanna ráði Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2016 07:00 Löngu er orðið tímabært að kveðja gamla Herjólf. Fréttablaðið/stefán Það er eðlileg og sanngjörn krafa að siglingar Vestmannaeyjaferju lúti sömu lögmálum og annars staðar á þjóðvegum landsins. Gjaldtaka og þjónustustig á að taka mið af því.Frétt frá árinu 1959Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudag þar sem fjallað var sérstaklega um útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju og rekstur hennar. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu fund með samgönguyfirvöldum í vikunni þar sem áhersluatriði Vestmannaeyinga voru ítrekuð. Samþykkt var ályktun í þrettán liðum um væntanlegt útboð og minnt á fyrri bókanir bæjaryfirvalda um að tafarlaust verði ráðist í smíði nýrrar ferju og smíðatími hennar nýttur til að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn. Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum varðandi ferjuna. Mesta vigt hefur grunnþjónustan sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að langlundargeð heimamanna sé þrotið og með ólíkindum að málið, sem snýst um lögbundna skyldu ríkisins að tryggja samgöngur, sé búið að vera uppi á borði í áratug. Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum. Mesta vigt hefur grunnþjónustan og mikill kostnaður sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“Frétt frá árinu 1976Elliði bendir á að ferðakostnaður heimamanna sé með öllu óásættanlegur, og tekur dæmi af fjögurra manna fjölskyldu sem fer einu sinni á ári í land í gegnum Þorlákshöfn. Það kostar um hálfa milljón á ári. „Það eru meiri álögur en hægt er að búa við,“ segir Elliði og bætir við að enginn myndi sætta sig við það að ef Hvalfjarðargöngin væru lokuð þá þyrfti að greiða margfalt hærra verð fyrir að keyra um Hvalfjörð. Hér er undir sú staðreynd að mun dýrara er að fara á milli þá mánuði sem Landeyjahöfn er lokuð vegna náttúrulegra aðstæðna. Fráleitt sé að greiða hærra verð þegar siglt er um lengri og erfiðari leið vegna náttúrulegra aðstæðna. „Frumkrafa okkar er sú að það sé eitt verð í Herjólf og við ekki látin greiða þann aukakostnað sem fellur til fyrir það eitt að ríkið getur ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem þeir áttu við samfélagið um siglingar í Landeyjahöfn,“ segir Elliði. Hönnun nýrrar ferju er að ljúka og komið að ákvörðun stjórnvalda um útboð á ferjunni. Annars vegar smíði hennar og hins vegar rekstri. „Með ályktun okkar er til að minna á að með nýrri ferju sé skilið við þetta ófremdarástand sem búið er að vera. Til að svo geti orðið verður að horfa til þarfa heimamanna en einhliða ákvarðanir séu ekki teknar af embættismönnum sem ekki þekkja til,“ segir Elliði. Ný ferja – margföld afkastagetaHerjólfur hefur siglt allt að 5 ferðir á dag þegar siglt hefur verið til Landeyjahafnar. Flutningsgeta 280 bílar, 1.940 farþegar. Innan sama tíma og fyrir mun lægri kostnað á ný ferja að getað farið allt að 8 ferðir á dag. Í þeim getur hún flutt 520 bíla og 4.400 farþegaFrétt frá árinu 1992 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Það er eðlileg og sanngjörn krafa að siglingar Vestmannaeyjaferju lúti sömu lögmálum og annars staðar á þjóðvegum landsins. Gjaldtaka og þjónustustig á að taka mið af því.Frétt frá árinu 1959Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudag þar sem fjallað var sérstaklega um útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju og rekstur hennar. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu fund með samgönguyfirvöldum í vikunni þar sem áhersluatriði Vestmannaeyinga voru ítrekuð. Samþykkt var ályktun í þrettán liðum um væntanlegt útboð og minnt á fyrri bókanir bæjaryfirvalda um að tafarlaust verði ráðist í smíði nýrrar ferju og smíðatími hennar nýttur til að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn. Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum varðandi ferjuna. Mesta vigt hefur grunnþjónustan sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að langlundargeð heimamanna sé þrotið og með ólíkindum að málið, sem snýst um lögbundna skyldu ríkisins að tryggja samgöngur, sé búið að vera uppi á borði í áratug. Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum. Mesta vigt hefur grunnþjónustan og mikill kostnaður sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“Frétt frá árinu 1976Elliði bendir á að ferðakostnaður heimamanna sé með öllu óásættanlegur, og tekur dæmi af fjögurra manna fjölskyldu sem fer einu sinni á ári í land í gegnum Þorlákshöfn. Það kostar um hálfa milljón á ári. „Það eru meiri álögur en hægt er að búa við,“ segir Elliði og bætir við að enginn myndi sætta sig við það að ef Hvalfjarðargöngin væru lokuð þá þyrfti að greiða margfalt hærra verð fyrir að keyra um Hvalfjörð. Hér er undir sú staðreynd að mun dýrara er að fara á milli þá mánuði sem Landeyjahöfn er lokuð vegna náttúrulegra aðstæðna. Fráleitt sé að greiða hærra verð þegar siglt er um lengri og erfiðari leið vegna náttúrulegra aðstæðna. „Frumkrafa okkar er sú að það sé eitt verð í Herjólf og við ekki látin greiða þann aukakostnað sem fellur til fyrir það eitt að ríkið getur ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem þeir áttu við samfélagið um siglingar í Landeyjahöfn,“ segir Elliði. Hönnun nýrrar ferju er að ljúka og komið að ákvörðun stjórnvalda um útboð á ferjunni. Annars vegar smíði hennar og hins vegar rekstri. „Með ályktun okkar er til að minna á að með nýrri ferju sé skilið við þetta ófremdarástand sem búið er að vera. Til að svo geti orðið verður að horfa til þarfa heimamanna en einhliða ákvarðanir séu ekki teknar af embættismönnum sem ekki þekkja til,“ segir Elliði. Ný ferja – margföld afkastagetaHerjólfur hefur siglt allt að 5 ferðir á dag þegar siglt hefur verið til Landeyjahafnar. Flutningsgeta 280 bílar, 1.940 farþegar. Innan sama tíma og fyrir mun lægri kostnað á ný ferja að getað farið allt að 8 ferðir á dag. Í þeim getur hún flutt 520 bíla og 4.400 farþegaFrétt frá árinu 1992
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira