Á að vera þakklát fyrir að lenda á séns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 14:20 Inga Björk er ein af fáum sem fær NPA-aðstoð. Þannig hefur hún kost á því að stunda háskólanám og fulla vinnu. Vísir/Anton „Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“ Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“
Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23
Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00
Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24