Dennis Quaid er viðkunnanlegur Texasbúi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 09:00 Björn Hlynur Haraldsson er eins og stendur við tökur á annarri seríu sjónvarpsþáttanna Fortitude. Vísir/Stefán „Ég er á Reyðarfirði núna þar sem tökurnar fara fram og það gengur mjög vel. Tökurnar eru með svipuðu sniðu og í fyrstu þáttarröðinni, en helstu breytingarnar sem snúa að mér sjálfum eru þær að hlutverk mitt er orðið mun veigameira en í fyrstu seríunni. Ég leik lögreglumanninn Eric Odegard sem er svona náungi sem hefur ekkert sérstaklega háar hugmyndir um eigin frama. Hann er eiginmaður bæjarstýrunnar og hefur haldið sig þægilega í skugganum af henni. Í komandi þáttum þarf hann hins vegar að taka sig á og axla meiri ábyrgð í bænum,“ segir Björn Hlynur leikari aðspurður um hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni Fortitude. Nokkrar nýjar persónur hafa verið kynntar til sögunnar og þar er í aðalhlutverki stórleikarinn Dennis Quaid en hann og Björn Hlynur koma til með að leika töluvert mikið saman í þessum nýjustu Fortitude-þáttum. „Já, leiðir okkar karaktera skarast mikið í nýjustu seríunni, svo við komum til með að leika saman í þó nokkrum senum. Ég kynntist honum aðeins þegar við vorum í stúdíótökum í London núna eftir áramótin og hann er afar viðkunnanlegur Texasbúi,“ segir Björn Hlynur. Það er óhætt að segja að tökurnar séu umfangsmiklar og munu bæjarbúar finna fyrir ýmiss konar breytingum meðan á tökum stendur. Til að mynda verður götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og íbúar Reyðarfjarðar komast ekki hjá því að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. „Það má segja að þetta taki bæinn algjörlega yfir meðan á þessu stendur. Svo það er óhætt að segja að bæjarbúar verði varir við okkur og ansi margir komnir með aukahlutverk í þáttunum. Þetta hefur jákvæð áhrif á ýmiss konar atvinnustarfsemi á svæðinu. Það er alltaf gaman þegar sirkusinn mætir í bæinn, en það er líka alltaf léttir þegar hann fer aftur býst ég við,“ segir Björn Hlynur. Aðspurður hvernig standi á því að hann sé ítrekað í hlutverki lögreglumanns á skjáum landsmanna segir Björn Hlynur að undafarið hafi verið mikið um lögregludramaþætti og varla sé hægt að komast hjá því að taka að sér slíkt hlutverk. „Þessi skandinavíska krimmabylgja hefur verið áberandi undafarin ár, en ég held að þetta sé orðið gott í bili og ég leggi lögregluhlutverkið á hilluna eftir þetta,“ segir Björn Hlynur sem er þó að vonum ánægður með hlutverk sín. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59 Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég er á Reyðarfirði núna þar sem tökurnar fara fram og það gengur mjög vel. Tökurnar eru með svipuðu sniðu og í fyrstu þáttarröðinni, en helstu breytingarnar sem snúa að mér sjálfum eru þær að hlutverk mitt er orðið mun veigameira en í fyrstu seríunni. Ég leik lögreglumanninn Eric Odegard sem er svona náungi sem hefur ekkert sérstaklega háar hugmyndir um eigin frama. Hann er eiginmaður bæjarstýrunnar og hefur haldið sig þægilega í skugganum af henni. Í komandi þáttum þarf hann hins vegar að taka sig á og axla meiri ábyrgð í bænum,“ segir Björn Hlynur leikari aðspurður um hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni Fortitude. Nokkrar nýjar persónur hafa verið kynntar til sögunnar og þar er í aðalhlutverki stórleikarinn Dennis Quaid en hann og Björn Hlynur koma til með að leika töluvert mikið saman í þessum nýjustu Fortitude-þáttum. „Já, leiðir okkar karaktera skarast mikið í nýjustu seríunni, svo við komum til með að leika saman í þó nokkrum senum. Ég kynntist honum aðeins þegar við vorum í stúdíótökum í London núna eftir áramótin og hann er afar viðkunnanlegur Texasbúi,“ segir Björn Hlynur. Það er óhætt að segja að tökurnar séu umfangsmiklar og munu bæjarbúar finna fyrir ýmiss konar breytingum meðan á tökum stendur. Til að mynda verður götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og íbúar Reyðarfjarðar komast ekki hjá því að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. „Það má segja að þetta taki bæinn algjörlega yfir meðan á þessu stendur. Svo það er óhætt að segja að bæjarbúar verði varir við okkur og ansi margir komnir með aukahlutverk í þáttunum. Þetta hefur jákvæð áhrif á ýmiss konar atvinnustarfsemi á svæðinu. Það er alltaf gaman þegar sirkusinn mætir í bæinn, en það er líka alltaf léttir þegar hann fer aftur býst ég við,“ segir Björn Hlynur. Aðspurður hvernig standi á því að hann sé ítrekað í hlutverki lögreglumanns á skjáum landsmanna segir Björn Hlynur að undafarið hafi verið mikið um lögregludramaþætti og varla sé hægt að komast hjá því að taka að sér slíkt hlutverk. „Þessi skandinavíska krimmabylgja hefur verið áberandi undafarin ár, en ég held að þetta sé orðið gott í bili og ég leggi lögregluhlutverkið á hilluna eftir þetta,“ segir Björn Hlynur sem er þó að vonum ánægður með hlutverk sín.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59 Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59
Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14