Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við utanríkisráðherra og sendiherra Íslands um voðaverkið í Berlín í gær. Sendiherrann segir mikla sorg ríkja í borginni. Í kvöldfréttum verður einnig rætt við formann Sjómannasambands Íslands sem segir útlit fyrir að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ári. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land.

Við fjöllum síðan um eldvarnir en slökkviliðið hefur áhyggjur af því að margir hugi að að þessum málum yfir jólin. Við verðum síðan í beinni frá miðbænum þar sem við tökum stöðuna á veitingamönnum og verslunareigendum nú þegar jólatörnin stendur sem hæst.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×