Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2016 15:00 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta fyrir utan þegar hann er að spila. Það er margt sem fer í taugarnar á honum við íþróttina sem hann sjálfur hefur náð svo langt í. Ragnar talar um neikvæðu hliðar fótboltans í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ „Ég verð stundum svolítið pirraður að horfa á fótbolta. Ég hef ekkert mikinn áhuga á því. Þegar lið kemst 1-0 yfir eru allir ógeðslega lengi að taka allar aukaspyrnur og sparka boltanum í burtu,“ segir Ragnar. „Ef hitt liðið á aukaspyrnu og ég sparka í boltann þá á ég að fá gult spjald. Dómararnir fylgja eiginlega aldrei þessum reglum og það fer rosalega í taugarnar á mér.“Hver er þetta, Raggi?vísir/gettyAldrei séð þennan mann áður Ragnar er nú á mála hjá Fulham á Englandi eftir nokkurra ára dvöl í Rússlandi. Þegar hann fór fyrst í atvinnumennsku spilaði hann með Gautaborg í Svíþjóð og eftir því stórliðinu FCK í Danmörku en menningin þar fór svolítið í taugarnar á honum. „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið áður en þú fórst út á völl. Það eru svona hlutir sem fara í taugarnar á mér en aðallega þetta svindl og þegar verið er að tefja leikinn endalaust. Óíþróttamannsleg framkoma hefur verið að aukast í boltanum,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn gerir mjög lítið af því að horfa á fótbolta og veit ekki hverjar sumar af skærustu stjörnum íþróttarinnar eru. Fyrir leik Íslands og Króatíu fyrir þremur árum kom í ljós að hann vissi ekki hver Mario Mandzukic, framherji króatíska liðsins, væri. „Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn eða séð þennan mann áður. Ég get vel trúað því að ég sé að þykjast en helsta ástæðan fyrir því að ég man ekki nafnið á þessum gaurum er að ég horfi bara mjög sjaldan eða aldrei á fótbolta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta fyrir utan þegar hann er að spila. Það er margt sem fer í taugarnar á honum við íþróttina sem hann sjálfur hefur náð svo langt í. Ragnar talar um neikvæðu hliðar fótboltans í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ „Ég verð stundum svolítið pirraður að horfa á fótbolta. Ég hef ekkert mikinn áhuga á því. Þegar lið kemst 1-0 yfir eru allir ógeðslega lengi að taka allar aukaspyrnur og sparka boltanum í burtu,“ segir Ragnar. „Ef hitt liðið á aukaspyrnu og ég sparka í boltann þá á ég að fá gult spjald. Dómararnir fylgja eiginlega aldrei þessum reglum og það fer rosalega í taugarnar á mér.“Hver er þetta, Raggi?vísir/gettyAldrei séð þennan mann áður Ragnar er nú á mála hjá Fulham á Englandi eftir nokkurra ára dvöl í Rússlandi. Þegar hann fór fyrst í atvinnumennsku spilaði hann með Gautaborg í Svíþjóð og eftir því stórliðinu FCK í Danmörku en menningin þar fór svolítið í taugarnar á honum. „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið áður en þú fórst út á völl. Það eru svona hlutir sem fara í taugarnar á mér en aðallega þetta svindl og þegar verið er að tefja leikinn endalaust. Óíþróttamannsleg framkoma hefur verið að aukast í boltanum,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn gerir mjög lítið af því að horfa á fótbolta og veit ekki hverjar sumar af skærustu stjörnum íþróttarinnar eru. Fyrir leik Íslands og Króatíu fyrir þremur árum kom í ljós að hann vissi ekki hver Mario Mandzukic, framherji króatíska liðsins, væri. „Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn eða séð þennan mann áður. Ég get vel trúað því að ég sé að þykjast en helsta ástæðan fyrir því að ég man ekki nafnið á þessum gaurum er að ég horfi bara mjög sjaldan eða aldrei á fótbolta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30