Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2016 15:00 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta fyrir utan þegar hann er að spila. Það er margt sem fer í taugarnar á honum við íþróttina sem hann sjálfur hefur náð svo langt í. Ragnar talar um neikvæðu hliðar fótboltans í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ „Ég verð stundum svolítið pirraður að horfa á fótbolta. Ég hef ekkert mikinn áhuga á því. Þegar lið kemst 1-0 yfir eru allir ógeðslega lengi að taka allar aukaspyrnur og sparka boltanum í burtu,“ segir Ragnar. „Ef hitt liðið á aukaspyrnu og ég sparka í boltann þá á ég að fá gult spjald. Dómararnir fylgja eiginlega aldrei þessum reglum og það fer rosalega í taugarnar á mér.“Hver er þetta, Raggi?vísir/gettyAldrei séð þennan mann áður Ragnar er nú á mála hjá Fulham á Englandi eftir nokkurra ára dvöl í Rússlandi. Þegar hann fór fyrst í atvinnumennsku spilaði hann með Gautaborg í Svíþjóð og eftir því stórliðinu FCK í Danmörku en menningin þar fór svolítið í taugarnar á honum. „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið áður en þú fórst út á völl. Það eru svona hlutir sem fara í taugarnar á mér en aðallega þetta svindl og þegar verið er að tefja leikinn endalaust. Óíþróttamannsleg framkoma hefur verið að aukast í boltanum,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn gerir mjög lítið af því að horfa á fótbolta og veit ekki hverjar sumar af skærustu stjörnum íþróttarinnar eru. Fyrir leik Íslands og Króatíu fyrir þremur árum kom í ljós að hann vissi ekki hver Mario Mandzukic, framherji króatíska liðsins, væri. „Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn eða séð þennan mann áður. Ég get vel trúað því að ég sé að þykjast en helsta ástæðan fyrir því að ég man ekki nafnið á þessum gaurum er að ég horfi bara mjög sjaldan eða aldrei á fótbolta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta fyrir utan þegar hann er að spila. Það er margt sem fer í taugarnar á honum við íþróttina sem hann sjálfur hefur náð svo langt í. Ragnar talar um neikvæðu hliðar fótboltans í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ „Ég verð stundum svolítið pirraður að horfa á fótbolta. Ég hef ekkert mikinn áhuga á því. Þegar lið kemst 1-0 yfir eru allir ógeðslega lengi að taka allar aukaspyrnur og sparka boltanum í burtu,“ segir Ragnar. „Ef hitt liðið á aukaspyrnu og ég sparka í boltann þá á ég að fá gult spjald. Dómararnir fylgja eiginlega aldrei þessum reglum og það fer rosalega í taugarnar á mér.“Hver er þetta, Raggi?vísir/gettyAldrei séð þennan mann áður Ragnar er nú á mála hjá Fulham á Englandi eftir nokkurra ára dvöl í Rússlandi. Þegar hann fór fyrst í atvinnumennsku spilaði hann með Gautaborg í Svíþjóð og eftir því stórliðinu FCK í Danmörku en menningin þar fór svolítið í taugarnar á honum. „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið áður en þú fórst út á völl. Það eru svona hlutir sem fara í taugarnar á mér en aðallega þetta svindl og þegar verið er að tefja leikinn endalaust. Óíþróttamannsleg framkoma hefur verið að aukast í boltanum,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn gerir mjög lítið af því að horfa á fótbolta og veit ekki hverjar sumar af skærustu stjörnum íþróttarinnar eru. Fyrir leik Íslands og Króatíu fyrir þremur árum kom í ljós að hann vissi ekki hver Mario Mandzukic, framherji króatíska liðsins, væri. „Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn eða séð þennan mann áður. Ég get vel trúað því að ég sé að þykjast en helsta ástæðan fyrir því að ég man ekki nafnið á þessum gaurum er að ég horfi bara mjög sjaldan eða aldrei á fótbolta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30