Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tæki sem bjarga mannslífum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Í kjölfar tveggja bruna sem hafa orðið á heimilum þar sem fólk slapp naumlega út undan eldinum vill Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetja fólk til þess að huga að brunavörnum á heimilum sínum.

Í jólastressinu fyrir hátíðirnar á þetta til að gleymast en fólk ber einnig við kunnáttuleysi í notkun á búnaði sem gæti jafnvel bjargað mannslífum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld forvitnumst við um eldvarnir á heimilum og fáum kennslu á handslökkvitækjum sem ættu að vera til á hverju heimili.

Fréttir hefjast á slaginu 18.30, að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×