Tómas Guðbjartsson segir „fráleitt“ að hann sé einhvers konar leikstjóri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:34 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“ Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“
Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07