Innlent

Árásarmaðurinn í Kópavogi enn ófundinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í gær. Sérsveit lögreglu var kölluð út ásamt miklum fjölda lögreglumanna.
Mikill viðbúnaður var við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í gær. Sérsveit lögreglu var kölluð út ásamt miklum fjölda lögreglumanna. vísir/gva
Lögreglan leitar enn mannsins sem stakk konu í handlegginn í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í gær. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við málið í gær en var sleppt úr haldi um miðjan dag.

Árásarmaðurinn var með andlitið hulið þegar hann réðist á konuna en engar öryggismyndavélar voru á ganginum þar sem árásin var gerð.

Konuna sakaði ekki alvarlega en hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir árásina. Ekki er talið að nein persónuleg tengsl séu á milli konunnar og árásarmannsins og að sögn lögreglu áttu þau ekki í neinum samskiptum fyrir árásina.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins tryggir börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir og fatlanir greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að auka möguleika þeirra til sjálfstæðis á fullorðinsárum, að því er segir á vefsíðu þeirra.


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Kópavogi

Lögreglan rannsakar nú hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×