Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2016 09:30 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi. Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi.
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Sjá meira
Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11
Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00