Innlent

Um 50 tilkynningar bárust til barnaverndar

Benedikt Bóas skrifar
Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum í Vestmannaeyjum.
Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm
Barnavernd Vestmannaeyja bárust 36 tilkynningar vegna 17 barna í október og 10 tilkynningar vegna níu barna í nóvember. Þetta kom fram á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs bæjarins í vikunni. Í október bárust tvær tilkynningar vegna vanrækslu á börnum, 16 vegna ofbeldis og 18 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 11 barna af 17 voru send til frekari meðferðar. Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum og þrjú vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra barnanna í nóvember var til frekari meðferðar.

Trausti Hjaltason, formaður ráðsins, segist eðlilega ekki geta tjáð sig um málin. „Það er einn sálfræðingur starfandi á heilsugæslustöðinni. Við höfum verið að auglýsa eftir sálfræðingi inn í grunnskólann en það hefur ekki tekist að manna þá stöðu,“ segir hann.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×