Ólafur fer enn fram Haukur Sigurðsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú gert heyrinkunnugt að hann ætli enn einu sinni að bjóða fram starfskrafta sína sem forseti Íslands. Aftur eru óvissutímar líkt og 2012 og þess vegna getur hann boðið sig fram á fjögurra ára fresti það sem hann á eftir ólifað. Óvissa mun ríkja í öllum þjóðfélögum samtímans eins og sjá má þegar litið er yfir veröldina. Hann nefndi í ávarpi sínu á Bessastöðum hin fjölmennu mótmæli á Austurvelli, en ekki var ljóst í máli hans hvort hann teldi að þau væru til marks um upplausn í þjóðfélaginu eða að þar mætti greina þjóðarsálina. Í huga hans gæti hafa verið ótti við svipaðar afleiðingar og urðu af mótmælunum 2008-9 sem leiddu af sér vinstri stjórn sem var honum ekki að skapi. Er sama hætta á ferðinni nú? Þetta hljómar eins og afsökun fyrir framboði. Aðalástæðan er að hann langar til að vera áfram forseti og sér í hendi sér að hann gæti látið margt til sín taka ef óvissan er svona mikil. Þá er runnin upp stundin til að eyða allri óvissu sem hrjáir forseta. Stjórnarandstöðuflokkarnir verða að tala markvisst saman, ná samstöðu í meginmálum þjóðarinnar, móta sér sameiginlega stefnu fyrir næstu kosningar. Þjóðin kallar á sameiginlegan lista sem setur á oddinn að draga fram stjórnarskrá stjórnlagaráðs, ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina og gerbreyta um stefnu í heilbrigðismálum svo að eitthvað sé nefnt. Verði Ólafur Ragnar enn kjörinn forseti mun hann þurfa að mæta slíkri ríkisstjórn sem gengur samhent fram með þjóðarfylgi að baki sér. Þá verður hann verkefnalaus á þessu sviði. Hann fær ekki að fást við stjórnarmyndun ósamstæðra flokka þar sem hann getur möndlað um, fært til hér og tekið þar. Til fundar við hann gengur samhent ríkisstjórn af einum lista. Þá verður Ólafur Ragnar Grímsson í vanda staddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú gert heyrinkunnugt að hann ætli enn einu sinni að bjóða fram starfskrafta sína sem forseti Íslands. Aftur eru óvissutímar líkt og 2012 og þess vegna getur hann boðið sig fram á fjögurra ára fresti það sem hann á eftir ólifað. Óvissa mun ríkja í öllum þjóðfélögum samtímans eins og sjá má þegar litið er yfir veröldina. Hann nefndi í ávarpi sínu á Bessastöðum hin fjölmennu mótmæli á Austurvelli, en ekki var ljóst í máli hans hvort hann teldi að þau væru til marks um upplausn í þjóðfélaginu eða að þar mætti greina þjóðarsálina. Í huga hans gæti hafa verið ótti við svipaðar afleiðingar og urðu af mótmælunum 2008-9 sem leiddu af sér vinstri stjórn sem var honum ekki að skapi. Er sama hætta á ferðinni nú? Þetta hljómar eins og afsökun fyrir framboði. Aðalástæðan er að hann langar til að vera áfram forseti og sér í hendi sér að hann gæti látið margt til sín taka ef óvissan er svona mikil. Þá er runnin upp stundin til að eyða allri óvissu sem hrjáir forseta. Stjórnarandstöðuflokkarnir verða að tala markvisst saman, ná samstöðu í meginmálum þjóðarinnar, móta sér sameiginlega stefnu fyrir næstu kosningar. Þjóðin kallar á sameiginlegan lista sem setur á oddinn að draga fram stjórnarskrá stjórnlagaráðs, ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina og gerbreyta um stefnu í heilbrigðismálum svo að eitthvað sé nefnt. Verði Ólafur Ragnar enn kjörinn forseti mun hann þurfa að mæta slíkri ríkisstjórn sem gengur samhent fram með þjóðarfylgi að baki sér. Þá verður hann verkefnalaus á þessu sviði. Hann fær ekki að fást við stjórnarmyndun ósamstæðra flokka þar sem hann getur möndlað um, fært til hér og tekið þar. Til fundar við hann gengur samhent ríkisstjórn af einum lista. Þá verður Ólafur Ragnar Grímsson í vanda staddur.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun