Erfðabreyttur lax enn hvergi fáanlegur til manneldis Guðbergur Rúnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aftur og aftur kemur fram sá misskilningur að eldislax sé erfðabreyttur. Þessi misskilningur er það útbreiddur að Landssambandi fiskeldisstöðva þykir rétt að vekja athygli á því að erfðabreyttur lax er hvergi í heiminum í framleiðslu til manneldis. Í athugasemdum sem berast vegna umhverfismats, kemur þessi rangfærsla fram og er einnig stundum haldið fram í fjölmiðlum. Laxinn sem nú er alinn er kynbættur til að ná fram æskilegum eiginleikum fyrir fiskeldi, meðal annars hröðum vexti, síðbúnum kynþroska, góðri fóðurnýtingu, viðnámi gegn sjúkdómum og fleiri þáttum. Hann er ekki erfðabreyttur. Kynbætur á eldisdýrum hafa verið stundaðar í aldanna rás. Öll helstu húsdýr í landbúnaði eru kynbætt með tilliti til þeirra eiginleika sem stefnt er að með kynbótastarfinu, t.d. til að ná fram meira kjöti eða holdi, meiri fallþunga, minni fitu og styttri eldistíma. Lax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski hf. frá árinu 1990. Laxastofninn er kallaður „Sagastofninn“ og byggir hann á norskum laxastofnum. Í dag er fyrirtækið Stofnfiskur hf. eini framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er fyrirtækið vel þekkt á heimsvísu fyrir framúrskarandi framleiðslu af miklum gæðum.Erfðabreyttur fiskur Kanadíska fyrirtækið AquaBounty hefur stundað tilraunaeldi á erfðabreyttum laxi. Notaðir voru erfðavísar úr amerískri álategund sem þolir vel kulda og einnig erfðavísir úr Kyrrahafslaxinum chinook sem er ríkur af vaxtarhormónum. Vísunum var blandað við erfðavísa Atlantshafslaxins. Þessir erfðavísar gera erfðabreytta fiskinum frá AquaBounty kleift að vaxa hratt allt árið um kring, einnig í köldum sjó að vetri til vegna erfðavísa frá ameríska álnum. Erfðabreytti fiskurinn nær markaðsstærð á 16 til 18 mánuðum. Kynbætti laxinn nær hins vegar sinni markaðsstærð á um það bil þremur árum. Árangur kynbóta í laxeldi hefur minnkað bilið milli vaxtarhraða erfðabreytts lax og kynbætts lax. Reiknað er með að kynbætur á laxi muni minnka bilið hratt á næstu árum auk þess að ná fram öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum.ISFA mótfallin erfðabreytingum AquaBounty hefur í um tvo áratugi reynt að fá leyfi til að setja erfðabreytta fiskinn á markað til manneldis og fékkst nýlega heimild til slíks frá bandarískum yfirvöldum. Hins vegar eru ISFA (International Salmon Farmers Association) sem íslensku laxeldisfyrirtækin eru aðilar að ásamt öllum helstu framleiðendum á heimsvísu, alfarið mótfallin eldi á erfðabreyttum fiski til manneldis. Í samþykkt samtakanna frá árinu 2000 segir m.a.: „Í samræmi við trausta stafshætti í umhverfismálum, hafnar ISFA staðfastlega framleiðslu á erfðabreyttum laxi.“ Félagar í ISFA framleiða yfir 80% af eldislaxi í heiminum og er óheimilt samkvæmt íslenskri reglugerð að nota erfðabreyttar plöntur eða dýr við framleiðslu á fiskafóðri hér á landi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun